Ritgerð er ritverk þar sem höfundur gefur röksemdir sínar um ákveðið málefni—skýringin er þó frekar ónákvæm og mismunandi eftir fræðigreinum og verkefnum. Ritgerð má líkjast grein, þar sem ákveðið fyrirbæri er rannsakað og greint, eða jafnvel smásögu, þar sem höfundur segir frá skoðunum sínum.

An Essay Concerning Human Understanding eftir John Locke heimspeking, frá árinu 1690

Ritgerðir eru til í mörgum myndum, en meðal þeirra helstu eru bókmenntagagnrýni, stefnuyfirlýsingar stjórnmálaflokka, röksemdir, athuganir um daglegt líf eða minningar og pælingar höfundarins. Í langflestum tilfellum eru ritgerðir skrifaðar á óbundnu máli, en til eru ljóð sem hafa talist til ritgerða. Víða í skólum og háskólum eru ritgerðir notaðar sem leið til að meta framgang nemenda og geta myndað stóran hluta af lokaeinkunn námsins. Lokaritgerð heitir það umfangsmikla verk sem er skilað í lok náms en hún er oftast lengri og ítarlegri en venjuleg ritgerð.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.