Litla hryllingsbúðin (söngleikur)
Litla hryllingsbúðin er söngleikur eftir Alan Menken (tónlist) og Howard Ashman (texti). Söngleikurinn, sem byggður er á samnefndri kvikmynd frá árinu 1960 í leikstjórn Roger Corman, var frumsýndur í útjaðri leikhússlífsins í New York, í WPA-leikhúsinu 6. maí 1982, en 27. júlí sama ár var söngleikurinn sýndur í Orpheum-leikhúsinu í New York, sem svokölluð Off-Broadway sýning. Þegar sýningum var hætt, eftir 2209 skipti, hafði söngleikurinn fengið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og af söngleikjum sem sýndir hafa verið í lengstan tíma samfellt var Litla hryllingsbúðin í þriðja sæti.
Tónlistin í Litlu hryllingsbúðinni er í anda sjöunda áratugar 20. aldar. Mörg þekkt lög eru í söngleiknum og þekktustu lögin á Íslandi eru eflaust Þú verður tannlæknir og Gemmér (í þýðingu Megasar). Einnig er vitnað í dægurmenningu sjöunda áratugarins, til dæmis koma fram persónur í söngleiknum sem heita Chiffon, Crystal og Ronnette, en þær heita eftir vinsælum hljómsveitum sjöunda áratugarins.
Litla hryllingsbúðin hefur verið sýnd víða um heiminn og meðal annars var gerð kvikmynd eftir söngleiknum árið 1986. Söngleikurinn hefur einnig verið vinsælt viðfangsefni áhugaleikfélaga.
Söguþráður
breytaLitla hryllingsbúðin segir frá munaðarleysingjanum Baldri sem lifir frekar óspennandi lífi. Hann vinnur í lítilli blómabúð í skuggahverfi borgarinnar, hjá Músnikk, sem tók Baldur í fóstur. Viðskiptin ganga fremur illa og blómabúðin er um það bil að leggja upp laupana. Í blómabúðinni vinnur einnig Auður, sæt ljóska sem Baldur er ástfanginn af. En hún á kærasta, leðurklæddan og ofbeldisfullan tannlækni, sem ferðast um á mótorhjóli og beitir Auði ofbeldi. Dag einn kaupir Baldur dularfulla plöntu, sem hann nefnir Auði II. Eftir því sem plantan vex og dafnar aukast viðskiptin stöðugt meira í blómabúðinni og Baldur verður sífellt vinsælli. Kvöld eitt uppgötvar hann að plantan getur talað og hún lofar honum frægð og frama, gulli og grænum skógum. En sá galli er á gjöf Njarðar að plantan nærist á mannablóði og vill helst fá ferskt mannakjöt að borða. Matarvenjur plöntunnar hafa skelfilegar afleiðingar.
Sýnt á Íslandi
breytaÁ Íslandi hefur Litla hryllingsbúðin verið sett upp þrisvar sinnum í atvinnuleikhúsum. Samhliða þessum þremur uppfærslum var tónlistin úr sýningunum gefin út á plötum/geisladiskum. Einnig hefur Hryllingsbúðin verið sýnd af áhugamannaleikhópum víða um landið, s.s. í grunn- og framhaldsskólum.
1985
breytaFyrsti atvinnuleikhópurinn sem sýndi Litlu hryllingsbúðina á Íslandi var Hitt leikhúsið. Sýnt var í Gamla bíó (Íslensku óperunni) við Ingólfsstræti í Reykjavík og fór frumsýningin fram 13. janúar 1985. Sýningum lauk í byrjun desember sama ár og voru þær þá orðnar fleiri en 100. Sýningargestir urðu u.þ.b. 50.000 og fram að þeim tíma hafði aðeins eitt leikhúsverk verið betur sótt á Íslandi: Fiðlarinn á þakinu.[1] Yfirumsjónarmenn sýningarinnar voru Sigurjón Sighvatsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Einar Kárason þýddi laust mál í sýningunni en Magnús Þór Jónsson (Megas) þýddi söngtextana.
Leikarar í sýningunni voru:
- Leifur Hauksson - Baldur
- Edda Heiðrún Backmann - Auður
- Gísli Rúnar Jónsson - Músnikk
- Harpa Helgadóttir - Shiffon
- Sigríður Eyþórsdóttir - Krystall
- Helga Möller - Krystall (Tók við af Sigríði Eyþórsdóttur um haustið 1985)[2]
- Ragnheiður Elfa Arnardóttir - Ronnette
- Lísa Pálsdóttir - Ronnette (Tók við af Ragnheiði Elfu Arnardóttur um haustið 1985)
- Þórhallur Sigurðsson (Laddi) - Ómar tannlæknir, Bernstein, Sleggja og allir aðrir
- Björgvin Halldórsson - Plantan Auður II (Röddin)
- Ariel Pridan - Plantan Auður II (Hreyfingar)
Hljóðfæraleikarar í sýningunni voru: Pétur Hjaltested (Hljómborð, hljómsveitarstjórn), Haraldur Þorsteinsson (Bassi), Björgvin Gíslason (Gítar) og Ásgeir Óskarsson (Trommur).
Á hljómplötu/segulbandsspólu sem kom út með tónlistinni úr sýningunni voru eftirtalin lög:
- Forleikur - Litla hryllingsbúðin
- Bísinn
- Da dú
- Lifnaðu við
- Allt getur svosem skeð!
- Lokað vegna breytinga
- Þú verður tannlæknir
- Músnikk og sonur hans
- Þar sem allt grær
- Allt er breytt - Gemmér
- Nú (Gas)
- Goggurinn
- Snögglega Baldur
- Ritningin glöggt frá því greinir
- Svaf ekki dúr
- Lokasöngur
1999
breytaLeikfélag Reykjavíkur var annað atvinnuleikfélagið sem sýndi Litlu hryllingsbúðina. Hún var sýnd á stóra sviði Borgarleikhússins, frumsýnt var 4. júní 1999. Að þessu sinni var það Gísli Rúnar Jónsson sem þýddi og staðfærði verkið, en áfram var notast við söngtexta Megasar. Sýningin var 468. verkefni Leikfélags Reykjavíkur. Sýningar urðu samtals 66 og sýningargestir urðu 29.603.[3] Leikstjóri var Kenn Oldfield. Leikarar í sýningunni voru:
- Valur Freyr Einarsson - Baldur Snær
- Þórunn Lárusdóttir - Auður
- Eggert Þorleifsson - Markús
- Hera Björk Þórhallsdóttir - Ellen
- Selma Björnsdóttir - Ellý
- Jóhanna Vigdís Arnardóttir - Ellý (tók við af Selmu Björnsdóttur)
- Regína Ósk Óskarsdóttir - Ella
- Stefán Karl Stefánsson - Broddi sadó tannlæknir, og allir aðrir. Hann lék einnig Auði II (röddina) í nokkrum sýningum.[4]
- Ásbjörn Morthens - Plantan Auður II (Röddin)
- Ari Matthíasson - Plantan Auður II (Hreyfingar)
Hljómsveit sýningarinnar skipuðu: Jón Ólafsson (Hljómborð og tónlistarstjóri), Karl Olgeirsson (Hljómborð), Jón Elvar Hafsteinsson (Gítar), Friðrik Sturluson (Bassi), Jóhann Hjörleifsson (Trommur, slagverk).
Geisladiskur kom út með nokkrum lögum úr sýningunni, á honum er að finna þessi lög:
- Litla hryllingsbúðin
- Skítþró
- Dadú
- Lifnaðu við
- Það sem enginn veit
- Markús og sonur
- Þú verður tannlæknir
- Þar sem allt grær
- Gemmér
- Lokað vegna breytinga
- Snögglega Baldur
- Matarhlé
- Ritningin glöggt frá því greinir
2006
breytaÞriðja íslenska atvinnuleiksýningin á Hryllingsbúðinni var sett upp af Leikfélagi Akureyrar, í samstarfi við Íslensku óperuna og var hún frumsýnd 24. mars 2006 í Samkomuhúsinu á Akureyri. Sýnt var á Akureyri allt vorið, en í maí var farið með sýninguna til Reykjavíkur og var hún frumsýnd í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti þann 13. maí. Sýnt var í Reykjavík í maí og júní, en í september voru sýndar nokkrar aukasýningar á Akureyri. Einar Kárason þýddi laust mál og enn var notast við söngtextaþýðingar Megasar. Andrea Gylfadóttir hlaut Grímuverðlaunin 2006 sem besti söngvari fyrir hlutverk sitt í söngleiknum, en auk þess var Ástrós Gunnarsdóttir, danshöfundur sýningarinnar, tilnefnd til sömu verðlauna sem danshöfundur ársins. Leikstjóri sýningarinnar var Magnús Geir Þórðarson. Leikarar í sýningunni voru:
- Guðjón Davíð Karlsson - Baldur
- Vigdís Hrefna Pálsdóttir - Auður
- Þráinn Karlsson - Músnikk
- Álfrún Helga Örnólfsdóttir - Stelpa 1
- Esther Talia Casey - Stelpa 2
- Ardís Ólöf Víkingsdóttir - Stelpa 3
- Jóhannes Haukur Jóhannesson - Dr. Ómar Konráð tannlæknir, viðskiptavinir, fjölmiðlamenn og öll önnur hlutverk
- Andrea Gylfadóttir - Plantan Auður II (Röddin)
- Guðjón Þorsteinn Pálmarsson - Plantan Auður II (Hreyfingar)
Hljóðfæraleikarar í sýningunni voru þeir Kristján Edelstein (Gítar, hljómsveitarstjóri), Arnór Vilbergsson (Hljómborð, aðstoðarhljómsveitarstjóri), Stefán Ingólfsson (bassi) og Halldór G. Hauksson (trommur).
Eins og áður var tónlistin úr sýningunni gefin út á geisladiski og er eftirtalin lög að finna á honum:
- Litla hryllingsbúðin
- Bísinn
- Da Dú
- Lifnaðu við
- Ég trúi þessu ekki
- Allt getur svo sem skeð
- Þar sem allt grær
- Lokað vegna breytinga
- Þú verður tannlæknir
- Músnikk og sonur hans
- Allt er breytt
- Gemmér
- Nú (gas)
- Flóahró
- Snögglega Baldur
- Goggurinn
- Greyin allt góma
- Svaf ekki dúr
- Þú laugar öll mín lauf
- Lokasöngur (gefðu þeim ei)
Neðanmálsgreinar
breyta- ↑ „Morgunblaðið 1. desember 1985: „100. sýning á Litlu hryllingsbúðinni"“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. september 2007. Sótt 11. september 2007.
- ↑ „Morgunblaðið 4. október 1985“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. september 2007. Sótt 11. september 2007.
- ↑ Upplýsingar frá Leikminjasafni Íslands (1 Geymt 27 september 2007 í Wayback Machine, 2 Geymt 27 september 2007 í Wayback Machine)
- ↑ „Morgunblaðið 17. ágúst 1999: „Níu hlutverk í sömu sýningunni"“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. september 2007. Sótt 11. september 2007.
Tenglar
breyta- Morgunblaðið 15. janúar 1985: „Og svo kom hryllingsbúðin“ Geymt 30 september 2007 í Wayback Machine
- Morgunblaðið 1. febrúar 1985: „Kom, sá og sigraði“ Geymt 30 september 2007 í Wayback Machine
- Morgunblaðið 4. júní 1999: „Blóðþyrst grænmeti utan úr geimnum“ Geymt 30 september 2007 í Wayback Machine
- Morgunblaðið 5. júní 1999: „Stjarna fæðist“ Geymt 30 september 2007 í Wayback Machine
- Litla hryllingsbúðin hjá Leikfélagi Akureyrar
- Viðtal við Andreu Gylfadóttur í Óperublaðinu Geymt 27 september 2007 í Wayback Machine
- Borgarleikhúsið: Met í hraðaskiptingum Geymt 26 september 2007 í Wayback Machine
- Litla hryllingsbúðin (Heimasíða Önnu Ólafsdóttur)