Andrea Gylfadóttir
Andrea Gylfadóttir (f. 13. september 1962) er íslensk söngkona og lagahöfundur. Árið 1986 varð hún söngkona hljómsveitarinnar Grafík og tók þar við af Helga Björnssyni. Árið 1988 hætti Grafík og Andrea fór að syngja með djasskvartettinum Fars og fleirum. Sama ár stofnaði hún hljómsveitina Todmobile ásamt Þorvaldi Bjarna og Eyþóri Arnalds. Þegar Eyþór yfirgaf hljómsveitina 1993 héldu Þorvaldur og Andrea áfram í dúettinum Tweety sem starfaði í tvö ár. Á sama tíma kom hún reglulega fram með hljómsveitinni Blúsmenn Andreu.