Mótorhjól

Mótorhjól eða vélhjól er bifhjól knúið sprengihreyfli, sem hefur meira rúmtak en 50 cm3. Torfæruhjól eru notuð í akstri á vegleysum eða í torfærukeppnum, en götuhjól aðeins á góðum vegum. Kappaksturshjól eru hraðskreið mótorhjól notuð í mótorhjólakappakstri.

Honda CBR1000F götuhjól.

Ökutæki sem eru í grunnin hönnuð eins og reiðhjól, en hafa hjálparmótor eru flokkuð sem tegund af reiðhjólum, kölluð pedelecs á ensku, háð nokkrum skilyrðum samkvæmt tilskipun ESB, 2002/24. Skilyrðin eru : Vélin er bara er virkur ef stigið er á pedölunum, hámarksafl vélar er 250 W, og ennfremur minnki aflið úr vélinni eftir sem hraðinn aukist, uns vélin veiti enga aðstoð við 25 km hraða.

Sjá einnigBreyta

TengillBreyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.