Leifur Hauksson (f. 11. október 1951, d. 22. apríl 2022) var íslenskur útvarpsmaður, tónlistarmaður og leikari. Á yngri árum fékkst hann við tónlist og leiklist. Hann var þannig um tíma einn meðlimur hljómsveitarinnar Þokkabót ásamt því að leika eitt hlutverka í Hárinu og eitt burðarhlutverka í uppsetningu á Litlu Hryllingsbúðinni frá níunda áratugnum. Þekktastur var hann fyrir dagskrárgerð í útvarpi. Þannig stýrði hann morgunúvarpi Rásar 2 um nokkurt skeið og Samfélaginu í nærmynd á Rás 1.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. markusthth (24. apríl 2022). „Leifur Hauksson útvarpsmaður er látinn“. RÚV. Sótt 25. apríl 2022.