Mamma Gógó

Mamma Gógó er íslensk kvikmynd frá árinu 2010. Aðalpersóna myndarinnar er fullorðin kona að nafni Gógo sem leikin er af Kristbjörgu Kjeld. Gógó greinist með alzheimer sjúkdóminn og á sama tíma glímir sonur hennar við fjárhagsörðugleika vegna kvikmyndar sinnar sem fær litla aðsókn í kvikmyndahúsum á Íslandi. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Friðrik Þór Friðriksson[1] og byggir handritið að hluta til á ævi hans sjálfs.[2]

TilvísanirBreyta

  1. Kvikmyndir.is, „Mamma Gógó (2010)“ (skoðað 8. nóvember 2019)
  2. Mbl.is, „Samskiptin við Mömmu Gógó“ (skoðað 8. nóvember 2019)