Leikhópurinn Gríma

Gríma var leikhópur sem starfræktur var í Reykjavík 1961-1970. Stofnendur hópsins voru þau Erlingur Gíslason, Guðmundur Steinsson, Kristbjörg Kjeld, Magnús Pálsson, Vigdís Finnbogadóttir og Þorvarður Helgason. Gríma lagði áherslu á að kynna nýja strauma í leiklist og að sýna ný og nýstárleg leikrit. Meðal þess sem Gríma setti á svið voru verk framsækinna erlendra höfunda, á borð við Max Frisch, Jean-Paul Sartre og Fernando Arrabal, en einnig sýndu þau ný verk íslenskra leikskálda, t.d. Guðmundar Steinssonar og Odds Björnssonar.

Síðasta sýning Grímu var Hvað er í blýhólknum? eftir Svövu Jakobsdóttur, sem fjallaði um stöðu kvenna undir lok sjöunda áratugarins. Verkið vakti mikla athygli og var tekið upp fyrir sjónvarp 1971.

Heimildir

breyta

Hlín Einarsdóttir: Það eru leikhúsin sem ala upp públíkum: Listræn stefna og verkefnaval leikhópsins Grímu 1961-1970. MA-ritgerð við Háskóla Íslands, 2009.