Nýi Spánn
Nýi Spánn (spænska Nueva España) var heiti á spænskri nýlendu í Norður-Ameríku á árunum 1525 til 1821. Höfuðborg Nýja Spánar var Mexíkóborg. Nýja Spáni var stýrt af landstjóra sem konungur Spánar skipaði í embætti. Umráðasvæði Nýja Spánar náði yfir allt svæðið sem nú er Mexíkó, Mið-Ameríku til syðri landamæra Kosta Ríku og hluta af Bandaríkjunum, meðal annars fylkin Kaliforníu, Arizona, Nýja Mexíkó og Texas.