Banani (mjög sjaldan nefnt bjúgaldin) er ber bananaplöntunnar[1]. Helstu ræktunarsvæði þeirra eru nálægt í hitabeltinu. Bananaplantan er fjölær og ein stærsta planta í heimi sem ekki er tré. Bananaplantan blómstrar og hvert blóm verður að banana. Þau vaxa í röðum og inniheldur hver röð um 15 til 30 banana. Á hverjum stilk plöntunar eru 7 til 10 raðir.

Bananarunni á plantekru í Marokkó.

Þegar plantan er um 9 mánaða eru bananarnir hirtir og plantan skorin niður. Hún vex síðan aftur úr sömu rótinni, líkt og rabarbari. Hýði banananna er grænt þegar þeir eru óþroskaðir og nýtíndir, en þeir gulna eftir því sem þroskinn er meiri.

Bananahýði er mjög sleipt að innanverðu og í fjölmörgum myndasögum og bröndurum má sjá menn renna til og detta eftir að hafa stigið á slíkt.

Bananar eru ræktaðir þar sem þeir vaxa best, í heitum löndum, s.s. í SA-Asíu (þar sem þeir eru upprunnir), Afríku og Mið-Ameríku. Indverjar rækta mest allra þjóða af banönum. Í gróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi eru ræktaðir bananar[2]. [heimild vantar]


Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Eru bananar ræktaðir á Íslandi og seldir í stórum stíl til útlanda?“. Vísindavefurinn. Sótt 24. október 2024.
  2. „Hvenær voru bananar fyrst ræktaðir á Íslandi?“. Vísindavefurinn. Sótt 24. október 2024.