Kalífadæmi hinna réttlátu
(Endurbeint frá Rasídakalífatið)
Kalífadæmi hinna réttlátu eða Rasídunveldið var fyrsta kalífadæmið í sögu Íslam og nær yfir fyrstu fimm kalífana. Það varð til eftir lát Múhameðs spámanns árið 632. Á hátindi sínum náði kalífadæmið frá Kákasusfjöllum í norðri að Jemen í suðri og frá Túnis í vestri að austustu hlutum Íranshásléttunnar í austri.
Fyrstu fjórir kalífarnir, Abu Bakr, Ómar mikli, Ósman og Alí ibn Abu Talib, voru allir tengdir Múhameð í gegnum eiginkonur sínar og höfðu snúist til Íslam snemma. Síðasti Rasídakalífinn, Hasan ibn Ali, var barnabarn Múhameðs, sonur Fatímu al-Zahra og Alís. Hann sagði af sér eftir sex mánuði í embætti og fyrsti Umayya-kalífinn, Muawiyah 1., tók við árið 661.