Móróní (arabíska: موروني Mūrūnī) er höfuðborg og stærsta borg Kómoreyja. Íbúar eru um 60.200 (2003). Borgin er á vesturströnd eyjarinnar Grande Comore nálægt eldfjallinu Karthala. Í borginni er alþjóðaflugvöllur.