Akabaflói er stór flói í Rauðahafi á milli Sínaískaga og Arabíuskaga. Lönd sem eiga strandlengju að Akabaflóa eru Egyptaland, Ísrael, Jórdanía og Sádi-Arabía. Flóinn er 24 km breiður þar sem hann er breiðastur og 160 km langur. Við norðurenda flóans eru borgirnar Taba í Egyptalandi, Elíat í Ísrael og Akaba í Jórdaníu.

Gervihnattamynd af Sínaí-skaga. Akabaflói sést hægra megin við skagann.

Jarðfræðilega er Akabaflói hluti af Sigdalnum mikla.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.