Kirkja sjöunda dags aðventista
Kirkja sjöunda dags aðventista er kristinn söfnuður sem aðgreinir sig helst frá öðrum kristnum söfnuðum að því leyti að laugardagur er haldinn heilagur sem hvíldardagur.[1]
Söfnuður aðventista á rætur sínar að rekja til bæjarins Washington í New Hampshire-fylki Bandaríkjanna, þar sem hann kom fyrst til sögunar 1844.[2] Söfnuður Sjöunda dags aðventista eins og hann þekkist í dag var formlega stofnaður 21. maí 1863. Á þeim tíma þá hafði söfnuðurinn 125 kirkjur og 3.500 meðlimi.[3] Síðan þá hefur söfnuðurinn vaxið gífurlega. Samkvæmt tölum frá 31. desember 2008 þá eru kirkjurnar orðnar 65.961 og meðlimirnir orðnir 15.921.408 á heimsvísu.[4]
Ágrip um söfnuð aðventista á Íslandi
breytaSjöunda dags aðventismi kom fyrst fram til sögunnar á Íslandi árið 1897, söfnuðurinn var þó formlega stofnaður 1914.[5] Söfnuðurinn hefur stækkað og árið 2009 var söfnuðurinn með sex kirkjur, bókaútgáfu sem heitir Frækornið, bókaforlag aðventista og grunnskóla sem heitir Suðurhlíðarskóli. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá þá voru 603 meðlimir í söfnuðinum árið 2022.
Aðventista guðþjónustuhús á Íslandi
breytaÁ Íslandi eru 6 guðsþjónustuhús, þau eru:
- Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, 101 Reykjavík.
- Loftsalurinn Hólshrauni 3, 220 Hafnarfirði.
- Aðventkirkjan Blikabraut 2, 230 Keflavík.
- Safnaðarheimilið Eyravegi 67, 800 Selfossi.
- Aðventkirkjan Brekastíg 17, 900 Vestmannaeyjum.
- Gamli Lundur Eiðsvallagötu 14, 600 Akureyri.
Nú starfandi aðventistaprestar á Íslandi
breyta- Eric Guðmundsson, prestur í Árnessöfnuði, Vestmannaeyjasöfnuði og Reykjavíkursöfnuði.
- Gavin Anthony, prestur/formaður
- Þóra Sigríður Jónsdóttir, prestur/aðalritari.
Tilvísanir
breyta- ↑ Hægt er að lesa um þau 28 grundvallaratriði sem söfnuður aðventista byggir á hér Geymt 10 mars 2006 í Wayback Machine á ensku og hér í styttri útgáfu á íslensku.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. desember 2006. Sótt 25. febrúar 2010.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. desember 2006. Sótt 25. febrúar 2010.
- ↑ „Geymd eintak“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 15. apríl 2010. Sótt 25. febrúar 2010.
- ↑ http://www.adventistyearbook.org/default.aspx?&page=ViewAdmField&AdmFieldID=ICLC&Year=2010