Ganaveldið
Ganaveldið var konungsríki í Vestur-Afríku þar sem nú eru vesturhluti Malí, suðausturhluti Máritaníu og austurhluti Senegal. Ganaveldið stóð frá því um 200s til 1076. Það blómstraði einkum vegna Saharaverslunarinnar með gull, salt og þræla. Það féll að lokum eftir fimm ára styrjöld við Almoravída frá Marokkó sem ásældust verslunina og blésu því til heilags stríðs gegn Gana. Höfuðborgin, Koumbi Saleh, féll í hendur Abu-Bakr Ibn-Umar árið 1076.