Þjóðtrú, líka kölluð alþýðutrú og hversdagstrú, eru trú og trúarlegir siðir sem standa til hliðar við opinber trúarbrögð og flytjast milli kynslóða í tilteknu samfélagi. Þjóðtrú er skilgreind með ýmsum hætti og nær yfir bæði hversdagslega tjáningu eða upplifun opinberra trúarbragða meðal almennings (til dæmis hugmyndir um „barnatrú“ og „sumarlandið“), leifar af eldri átrúnaði eða blöndun ólíkra trúarbragða í alþýðumenningu, og ýmis konar hjátrú, trú á hið yfirnáttúrulega og líf eftir dauðann, galdratrú, vættatrú, trú á hjávísindi (sbr. trú á fljúgandi furðuhluti), alþýðulækningar, spádóma og samsæriskenningar.

Verslun með dýrlingalíkneski, áheitakerti, trúarleg tákn og alþýðulyf í Bandaríkjunum.

Kínversk alþýðutrú er mjög útbreidd í Kína en ýmis konar alþýðutrú sem tengist opinberum trúarbrögðum er líka algeng innan til dæmis kristni, íslam og hindúatrúar. Blendingstrú, eins og Vodun og Santería, hefur orðið til við blöndun ólíkra trúarbragða eða siða.

Tenglar breyta

  • „Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú Íslendinga ólík þjóðtrú annarra Norðurlandaþjóða?“. Vísindavefurinn.
  • „Hver er munurinn á þjóðtrú og hjátrú?“. Vísindavefurinn.
  • Íslenska þjóðtrúarkönnunin 1974 og 2006 Geymt 22 október 2018 í Wayback Machine
   Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.