Booker-bókmenntaverðlaunin eru ein virtustu bókmenntarverðlaun heims og eru veitt á hverju ári rithöfundi sem er þegn Breska samveldisins eða Írlands. Booker fyrirtækið stofnaði til verðlaunanna árið 1968. Til að tryggja að einungis fyrsta flokks bækur séu valdar eru dómarar valdir úr einvalaliði gagnrýnenda, rithöfunda og háskólamanna. Síðan 2002 hafa verðlaunin gengið undir nafninu „Man Booker verðlaunin“, vegna stuðnings fjárfestingarfélagsins Man Group plc.. Rússnesk útgáfa verðlaunanna var sett á fót árið 1992.

Forval bókanna getur verið tvenns konar. Bókaútgefendur geta sent inn handrit, eða dómarar geta beðið um að ákveðin handrit eða bækur séu sendar inn. Árið 2003 voru 110 bækur sendar inn af útgefendum, en dómarar báðu um að 10 bókum væri bætt við það.

Verðlaunahafar

breyta

Hér fyrir neðan er listi yfir verðlaunahafa og tilnefningar til Booker-verðlaunanna. Nöfn verðlaunahafa eru tilgreind fremst fyrir hvert ár og feitletruð. Íslensk nöfn þeirra bóka sem komið hafa út á íslensku eru tilgreind aftan við upprunaleg nöfn.

Tilvísanir

breyta
  1. „Amerikansk forfatter vinder stor pris for satirisk bog om raceproblemer“. dr.dk. 26. oktober 2016. Sótt 18. oktober 2018.
  2. „Amerikansk forfatter vinder fornem litteraturpris“. dr.dk. 18. oktober 2017. Sótt 18. oktober 2018.
  3. „Prestigefyldt litteraturpris går til nordirsk forfatter“. dr.dk. 16. oktober 2018. Sótt 18. oktober 2018.