Suzanna Arundhati Roy (f. 24. nóvember 1961) er indverskur rithöfundur og aðgerðasinni. Hún er þekktust fyrir skáldsöguna Guð hins smáa frá 1997, sem hlaut Booker-verðlaunin. Hún hefur gefið út eina aðra skáldsögu, Ráðuneyti æðstu hamingju, árið 2017. Hún er þekkt sem baráttukona fyrir umhverfismálum og mannréttindum og eftir hana liggur mikið af skrifum um pólitík og umhverfismál. Hún hefur talað jákvætt um aðskilnaðarhreyfingar í Kasmír, barðist gegn Sardar Sarovar-stíflunni 2002 og gagnrýndi innrás Bandaríkjanna í Afganistan. Hún hefur lýst yfir andstöðu við stjórn Narendra Modi. Hún hefur oft verið harðlega gagnrýnd af samlöndum sínum og jafnvel sætt ákærum fyrir aðgerðir sínar og skrif.

Arundhati Roy árið 2013.
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.