Salman Rushdie (fæddur: Ahmed Salman Rushdie, أحمد سلمان رشدی á arabísku (þann 19. júní 1947 í Bombay)) er indverskur rithöfundur, búsettur í Bandaríkjunum. Rushdie blandar gjarnan töfraraunsæi við sagnfræðilegar staðreyndir og gerast flestar skáldsögur hans á Indlandi og í Pakistan.

Salman Rushdie 2012

Salman ólst upp í miðstéttarfjölskyldu í Bombay á Indlandi. Á unglingsaldri fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Pakistan og seinna til Bretlands. Margar af bókum hans hafa verið þýddar og gefnar út á íslensku.

Vegna meints guðlasts í bókinni Söngvum Satans eftir Salman hefur klerkastjórn Írans lýst Salman réttdræpan meðal múslima.[1][2]

Árið 2022 var ráðist á Rushdie og hann stunginn í hálsinn og á fleiri staði þegar hann var að flytja fyrirlestur í New York.[3] Rushdie lifði árásina af en missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendi vegna áverka eftir hnífsstungurnar.[4]

Verk breyta

  • Grimus (1975)
  • Midnight's Children (Miðnæturbörn, 1981 (kom út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar 2003))
  • Shame (1983)
  • The Jaguar Smile: A Nicaraguan Journey (1987)
  • The Satanic Verses (Söngvar satans, 1988)
  • Haroun and the Sea of Stories (Harún og sagnahafið, 1990)
  • Imaginary Homelands: Essays and Criticism, 1981–1991 (1992)
  • East, West (1994)
  • The Moor's Last Sigh (Síðasta andvarp Márans, 1995)
  • The Ground Beneath Her Feet (Jörðin undir fótum hennar, 1999 (kom út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar 2001))
  • Fury (2001)
  • Step Across This Line: Collected Nonfiction 1992–2002 (2002)
  • The East is Blue (ritgerð, 2004)
  • Shalimar the Clown (2005)
  • Two Years Eight Months and Twenty-Eight Nights (2015)
  • The Golden House (2017)
  • Quichotte (2019)

Heimildir breyta

  1. Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Vísir. Sótt 15.11.2011
  2. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir (8. nóvember 2006). „Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?“. Vísindavefurinn. Sótt 21. apríl 2024.
  3. Ólöf Rún Erlendsdóttir (12. ágúst 2022). „Salman Rushdie stunginn á sviði í New York“. RÚV. Sótt 12. ágúst 2022.
  4. Viktor Örn Ásgeirsson (23. október 2022). „Blindur á öðru auga og mátt­­laus í hendi eftir á­­­rásina“. Vísir. Sótt 21. apríl 2024.