Birgir Ármannsson

(Endurbeint frá Birgir Ármannson)

Birgir Ármannsson (fæddur 12. júní 1968) er lögfræðingur útskrifaður frá Háskóla Íslands og alþingismaður í Reykjavíkurkjördæmi suður frá 2003-2013, frá 2013-2021 í Reykjavíkurkjördæmi norður og aftur í Reykjavíkurkjördæmi suður frá 2021 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var Forseti Alþingis frá 2021 til 2024.

Birgir Ármannsson (BÁ)
Forseti Alþingis
Núverandi
Tók við embætti
1. desember 2021
ForveriSteingrímur J. Sigfússon
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2003 2013  Reykjavík s.  Sjálfstæðisfl.
2013 2021  Reykjavík n.  Sjálfstæðisfl.
2021 2024  Reykjavík s.  Sjálfstæðisfl.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur12. júní 1968 (1968-06-12) (56 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurSjálfstæðisflokkurinn
Æviágrip á vef Alþingis

Birgir er sonur Ármanns Sveinssonar (f. 1946, d. 1968) laganema og Helgu Kjaran (f. 1947) grunnskólakennara. Stjúpfaðir hans er Ólafur Sigurðsson verkfræðingur (f. 1946). Birgir heitir í höfuðið á móðurafa sínum Birgi Kjaran alþingismanni, sem einnig sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Kona Birgis er Ragnhildur Hjördís Lövdahl (f. 1. maí 1971) og eiga þau dæturnar Ernu (f. 29. mars 2003), Helgu Kjaran (f. 24. ágúst 2005) og Hildi (f. 14. janúar 2010).

Birgir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1988 og lauk embættisprófi í lögfræði í árið 1996. Árið 1999 fékk hann leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, en stundaði síðan framhaldsnám við King's College í Lundúnum 1999-2000. Á árunum 1988 til 1994 var hann blaðamaður á Morgunblaðinu í námshléum og samhliða námi, en hóf störf hjá Verslunarráði Íslands (síðar nefnt Viðskiptaráð Íslands) haustið 1995. Hann var lögfræðingur ráðsins 1996-1998, skrifstofustjóri 1998-1999 og aðstoðarframkvæmdastjóri 2000-2003. Vorið 2003 var hann í nokkra mánuði starfandi framkvæmdastjóri ráðsins.

Birgir tók frá unga aldri þátt í félagsstarfi og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstöðum. Í Menntaskólanum í Reykjavík var hann t.d. formaður beggja nemendafélaganna - forseti Framtíðarinnar 1985-1986 og inspector scholae 1987-1988. Hann var auk þess í sigurliði MR í Spurningakeppni framhaldsskólanna árið 1988. Eftir stúdentspróf hafa félagsmálastörf hans fyrst og fremst tengst stjórnmálum á hægri vængnum. Hann var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1989-1991 og í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1991-1993 og 1995-1997. Á háskólaárunum sat hann í stjórn Vöku og sat auk þess í Stúdentaráði Háskóla Íslands 1989-1991. Hann var stjórnarmaður í Varðbergi, félagi ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, 1993-1998, og gegndi síðan formennsku í félaginu 1998-2000. Birgir sat um nokkurra ára skeið í umhverfismálaráði Reykjavíkur og var fulltrúi Reykjavíkurborgar í skólanefndum Menntaskólans í Reykjavík og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Þá var hann í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík tvívegis um tveggja ára skeið auk þess sem hann var kjörinn af landsfundi í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins í tíu ár, frá 1993 til 2003. Hann hefur verið í stjórn ICEPRO, nefndar um rafræn viðskipti, fyrst 1998-1999 og aftur frá 2002, í stjórn EAN á Íslandi 2003-2004 og í stjórn Fjárfestingarstofu 2003-2005.

Vorið 2003 var Birgir kjörinn á Alþingi. Hann var 6. varaforseti þingsins 2003-2005 en 3. varaforseti frá 2005. Hann hefur setið í allsherjarnefnd og efnahags- og viðskiptanefnd frá 2003 og í kjörbréfanefnd og sérnefnd um stjórnarskrármál frá 2005. Hann var formaður allsherjarnefndar 2007-2009, formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins 2003-2005 og formaður Vestnorræna ráðsins 2004–2005 og var formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins 2005-2009. Í Þingvallanefnd 2013–2017. Í stjórnarskrárnefnd skipaðri af forsætisráðherra 2005–2007 og 2013–2016. 2. varaforseti Alþingis 2016–2017 og formaður þingflokks sjálfstæðismanna síðan 2017. Árið 2021 var Birgir kosinn forseti alþingis.

Hann ákvað að gefa ekki kost á sér á þing í kosningunum árið 2024. [1]

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Þetta er ágætur tími til að segja gott í bili RÚV, sótt 26. okt. 2024


Fyrirrennari:
Steingrímur J. Sigfússon
Forseti Alþingis
(2021 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti