Allsherjarnefnd Alþingis
Allsherjanefnd var ein af fastanefndum alþingis. Hlutverk hennar var meðal annars að fjalla um mál sem vörðuðu ákæruvald, dómsmál, dómstóla, erfðarétt, kirkjumál, lögreglu, ríkisborgararétt, sifjarétt o.fl. [1] Fastanefndum Alþingis var fækkað úr tólf í átta þann 1. október 2011 og heyra málefni allsherjarnefndar í dag að mestu leyti undir allsherjar- og menntamálanefnd en að hluta til undir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Allsherjarnefnd“. Sótt 18.mars 2010.
- ↑ „Allsherjarnefnd“. Sótt 20.nóvember 2011.