Fellibyljabeltið er heitt svæði í Atlantshafi þar sem margir fellibylir myndast. Svæðið nær frá vesturströnd Norður-Afríku að austurströnd Mið-Ameríku. Yfirborðshiti sjávar í fellibyljabeltinu hefur vaxið stöðugt síðustu áratugi sem margir veðurfræðingar telja að sé orsök aukinnar tíðni fellibylja. Áhrif loftslagsbreytinga á tíðni storma eru þó umdeildar.

Slóðir fellibylja á Atlantshafi frá 1851.

Fellibylir myndast aðallega í hitabeltinu þar sem fara saman mikill loftraki, lítill vindur og hár yfirborðshiti sjávar. Þessar aðstæður eru fyrir hendi milli 8. og 20. breiddargráðu norður. Fullkominn sjávarhiti fyrir myndun fellibylja er 26°C. Slíkur hiti næst frá júlí fram í miðjan október.

Tengt efni breyta