Aserbaísjan (aserska: Azərbaycan) er landlukt land á Kákasusskaga í Kákasusfjöllum við vestanvert Kaspíahaf á mörkum Evrópu og Asíu. Það á landamæri að Rússlandi í norðri, Georgíu í norðvestri, Armeníu í vestri, Íran í suðri og örstutt landamæri við Tyrkland.

Lýðveldið Aserbaísjan
Azərbaycan Respublikası
Fáni Aserbaísjans Skjaldarmerki Aserbaísjans
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Azərbaycan marşı
Staðsetning Aserbaísjans
Höfuðborg Bakú
Opinbert tungumál aserska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Ilham Aliyev (İlham Əliyev)
Forsætisráðherra Ali Asadov (Əli Əsədov)
Stofnun
 • Lýðstjórnarlýðveldið Aserbaísjan 28. maí 1918 
 • Sovétlýðveldið Aserbaísjan 28. apríl 1920 
 • Sjálfstæði frá Sovétríkjunum 18. október 1991 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
112. sæti
86.600 km²
1,6
Mannfjöldi
 • Samtals (2019)
 • Þéttleiki byggðar
91. sæti
10.027.874
115/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 • Samtals 189,050 millj. dala (72. sæti)
 • Á mann 18.793 dalir (75. sæti)
VÞL (2018) 0.754 (87. sæti)
Gjaldmiðill aserskt manat
Tímabelti UTC+4
Þjóðarlén .az
Landsnúmer +994

Lýðstjórnarlýðveldið Aserbaísjan lýsti yfir sjálfstæði árið 1918 og varð fyrsta lýðræðislega múslimaríki heims. Árið 1920 var ríkið innlimað í Sovétríkin sem Sovétlýðveldið Aserbaísjan. Nútímaríkið Aserbaísjan lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum 30. ágúst 1991, skömmu fyrir upplausn Sovétríkjanna. Í september 1991 klauf armenskur meirihluti íbúa Nagornó-Karabak sig frá Aserbaísjan og stofnaði Artsak-lýðveldið. Héraðið varð de facto sjálfstætt ríki í kjölfar Stríðsins um Nagornó-Karabak árið 1994. Artsak-lýðveldið naut takmarkaðrar alþjóðlegrar viðurkenningar og flest ríki litu svo á að það væri hérað innan Aserbaísjan. Árið 2023 lokaði Aserbaísjan aðflutningsleiðum að Artsak-lýðveldinu og hélt héraðinu þannig í herkví, án þess að rússneski herinn aðhefðist nokkuð. Stjórn Artsak-lýðveldisins ákvað í kjölfarið að hefja viðræður um innlimun héraðsins í Aserbaísjan. Þann 15. október var fáni Aserbaísjan dreginn að húni í Stepanakert.

Aserbaísjan er lýðveldi með forsetaræði. Það er aðili að Evrópuráðinu, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Samstarfi í þágu friðar. Það er eitt af sex sjálfstæðum tyrkískum ríkjum og virkur þátttakandi í Tyrkíska ráðinu og TÜRKSOY. Aserbaísjan á í stjórnmálasambandi við 158 ríki og er aðili að 38 alþjóðasamtökum. Það er stofnaðili að GUAM-bandalaginu, Samveldi sjálfstæðra ríkja og Efnavopnastofnuninni. Aserbaísjan er líka aðili í Samtökum hlutlausra ríkja og er með áheyrnaraðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

Þrátt fyrir að 89% íbúa séu sjíamúslimar eru engin opinber trúarbrögð skilgreind í stjórnarskránni. Öll helstu stjórnmálaöfl landsins eru veraldlega sinnuð. Aserbaísjan er þróað land þar sem læsi er útbreitt og atvinnuleysi lítið. Á vísitölu um þróun lífsgæða er Aserbaísjan á svipuðum stað og mörg Austur-Evrópulönd. Hins vegar hefur valdaflokkurinn, Nýi Aserbaísjanflokkurinn, verið sakaður um gerræði og mannréttindabrot.

Olíu er að finna í Aserbaísjan ásamt jarðgasi. Í Bakú er að finna margar háar byggingar eins og Eldturninn, Fánastöngina miklu í Bakú og sjónvarpsturninn.

Samkvæmt nýlegri orðsifjafræði er heitið Aserbaísjan dregið af heiti Atrópatesar,[1][2] Persa[3][4][5] sem var landstjóri (satrap) á tímum Akkamenída, og var síðar skipaður landstjóri yfir Medíu af Alexander mikla.[6][7] Talið er að rekja megi merkingu nafnsins til sóróisma. Í Frawardin Yasht („verndarenglasálmur”) sem er hluti af Avestaritunum, er minnst á âterepâtahe ashaonô fravashîm ýazamaide, sem merkir bókstaflega á avestönsku, „við dýrkum fravashi hins helga Atrópatenes“.[8] Nafnið Atrópates er grísk útgáfa af fornírönsku, líklega medísku, nafni sem merkir „verndaður af helgum eldi“ eða „land eldsins helga“.[9] Gríska nafnið kemur fyrir í ritum Díodórosar frá Sikiley og Strabons. Í gegnum árþúsundin breyttist nafnið í Āturpātākān (miðpersneska), svo Ādharbādhagān, Ādharbāyagān, Āzarbāydjān (nýpersneska) að núverandi heiti.

Heitið Aserbaísjan var fyrst tekið upp af ríkisstjórn Musavat-flokksins árið 1918,[10] eftir hrun Rússneska keisaradæmisins, þegar Alþýðulýðveldið Aserbaísjan var stofnað. Fram að því hafði nafnið aðeins verið notað yfir íranska héraðið Aserbaísjan.[11][12][13][14] Landið hafði áður heitið Arran og Sjirvan.[15] Íran mótmælti því nafngiftinni á sínum tíma.[16]

Íbúar

breyta

Tungumál

breyta

Opinbert tungumál landsins er aserska sem 92% íbúa tala sem móðurmál. Um 1,5% tala rússnesku sem móðurmál og um 1,5% armensku (nær eingöngu í umdeilda héraðinu Artsak-lýðveldið). Rússneska og enska leika mikilvæg hlutverk sem annað og þriðja mál í menntakerfinu og viðskiptalífinu. Tugur annarra minnihlutamála er talaður í landinu, þar á meðal avarska, budukh, georgíska, juhuríska, khinalug, kryts, lezgíska, talysh, tatíska, tsakhur og udíska. Sum þessara málsamfélaga eru mjög lítil og fara minnkandi.

Tilvísanir

breyta
  1. Houtsma, M. Th. (1993). First Encyclopaedia of Islam 1913–1936 (reprint. útgáfa). BRILL. ISBN 978-90-04-09796-4.
  2. Schippmann, Klaus (1989). Azerbaijan: Pre-Islamic History. Encyclopædia Iranica. bls. 221–224. ISBN 978-0-933273-95-5.
  3. Minahan, James (1998). Miniature Empires: A Historical Dictionary of the Newly Independent States. Greenwood Publishing Group. bls. 20. ISBN 978-0-313-30610-5.
  4. Chamoux, François (2003). Hellenistic Civilization. John Wiley and Sons. bls. 26. ISBN 978-0-631-22241-5.
  5. Bosworth A.B., Baynham E.J. (2002). Alexander the Great in Fact and fiction. Oxford University Press. bls. 92. ISBN 978-0-19-925275-6.
  6. Nevertheless, "despite being one of the chief vassals of Sasanian Shahanshah, the Albanian king had only a semblance of authority, and the Sassanid marzban (military governor) held most civil, religious, and military authority.
  7. Swietochowski, Tadeusz (1999). Historical Dictionary of Azerbaijan. Lanham, Maryland: The Scarecrow Press. ISBN 978-0-8108-3550-4.
  8. Darmesteter, James (2004). „Frawardin Yasht“. Avesta Khorda Avesta: Book of Common Prayer (reprint. útgáfa). Kessinger Publishing. bls. 93. ISBN 978-1-4191-0852-5.
  9. „Azerbaijan: Early History: Iranian and Greek Influences“. U.S. Library of Congress. Sótt 7. júní 2006.
  10. Atabaki, Touraj (4. september 2006). Iran and the First World War: Battleground of the Great Powers. I.B.Tauris. bls. 132. ISBN 978-1-86064-964-6.
  11. Atabaki, Touraj (2000). Azerbaijan: Ethnicity and the Struggle for Power in Iran. I.B.Tauris. bls. 25. ISBN 9781860645549.
  12. Dekmejian, R. Hrair; Simonian, Hovann H. (2003). Troubled Waters: The Geopolitics of the Caspian Region. I.B. Tauris. bls. 60. ISBN 978-1860649226. „Until 1918, when the Musavat regime decided to name the newly independent state Azerbaijan, this designation had been used exclusively to identify the Iranian province of Azerbaijan.“
  13. Rezvani, Babak (2014). Ethno-territorial conflict and coexistence in the caucasus, Central Asia and Fereydan: academisch proefschrift. Amsterdam: Amsterdam University Press. bls. 356. ISBN 978-9048519286. „The region to the north of the river Araxes was not called Azerbaijan prior to 1918, unlike the region in northwestern Iran that has been called since so long ago.“
  14. Fragner, B.G. (2001). Soviet Nationalism: An Ideological Legacy to the Independent Republics of Central Asia. I.B. Tauris and Company. bls. 13–32. „In the post Islamic sense, Arran and Shirvan are often distinguished, while in the pre-Islamic era, Arran or the western Caucasian Albania roughly corresponds to the modern territory of the Republic of Azerbaijan. In the Soviet era, in a breathtaking manipulation, historical Azerbaijan (northwestern Iran) was reinterpreted as "South Azerbaijan" in order for the Soviets to lay territorial claim on historical Azerbaijan proper which is located in modern-day northwestern Iran.“
  15. Atabaki, Touraj (2000). Azerbaijan: Ethnicity and the Struggle for Power in Iran. I.B.Tauris. bls. 8. ISBN 9781860645549.
  16. Bournoutian, George A. (2016). The 1820 Russian Survey of the Khanate of Shirvan: A Primary Source on the Demography and Economy of an Iranian Province prior to its Annexation by Russia. Gibb Memorial Trust. bls. 18. ISBN 9781909724839. „(...) the Baku and Elisavetpol guberniias, declared their independence (to 1920), and, despite Iranian protests, took the name of Azerbaijan (as noted, the same designation as the historical region in northwestern Iran) (...)“

Tenglar

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.