Ilham Aliyev
Ilham Aliyev (fullt nafn á asersku İlham Heydər oğlu Əliyev) (f. Baku, 24. desember 1961) er forseti Aserbaísjan.
Ilham Aliyev İlham Əliyev | |
---|---|
Forseti Aserbaísjans | |
Núverandi | |
Tók við embætti 31. október 2003 | |
Forsætisráðherra | Artur Rasizade Novruz Mammadov Ali Asadov |
Varaforseti | Mehriban Aliyeva |
Forveri | Heydar Aliyev |
Forsætisráðherra Aserbaísjans | |
Í embætti 4. ágúst 2003 – 31. október 2003 | |
Forseti | Heydar Aliyev |
Forveri | Artur Rasizade |
Eftirmaður | Artur Rasizade |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 24. desember 1961 Bakú, aserska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum (nú Aserbaísjan) |
Þjóðerni | Aserskur |
Stjórnmálaflokkur | Nýi Aserbaísjanflokkurinn |
Maki | Mehriban Aliyeva (g. 1983) |
Börn | 3 |
Foreldrar | Heydar Aliyev og Zarifa Aliyeva |
Háskóli | Alþjóðastofnun Moskvuháskóla |
Undirskrift |
Aliyev tók við stöðu forseta 31. október 2003, og þá af föður sínum, Heydar Aliyev, sem hafði verið forseti í 10 ár þar á undan.
Hefur hann fimm sinnum í röð unnið forsetakosningar, 2003, 2008, 2013, 2018 og 2024, en í öllum þessum og fleiri kosningum hefur Aliyev verið vændur um kosningamisferli til að halda völdum.[1][2][3][4]
Að sögn margra sem fylgjast með alþjóðamálum, hefur forsetatíð hans einkennst af stöðugleika í stjórnmálalífi landsins sem afleiðing af yfirvaldsstefnu og að stjórnmálaréttindi andstæðinga hafa verið skert og því ekki valdið eins miklum truflunum.[heimild vantar]
Í valdatíð Aliyev árið 2020 vann Aserbaísjan sigur í stríði gegn Armeníu um umdeilda héraðið Nagornó-Karabak. Armenar neyddust þar til að undirrita samning um vopnahlé með milligöngu Rússa þar sem Armenar urðu að láta af hendi talsvert af landi til Asera.[5] Eftir stutt stríð árið 2023 sigruðu Aserar síðan armenska Artsak-lýðveldið í Nagornó-Karabak og komu því aftur undir stjórn Aserbaísjans, með þeim afleiðingum að fjöldi armenskumælandi íbúa þess hraktist á flótta. Aliyev lýsti því yfir þann 15. október 2023 að hann hefði uppfyllt draum Asera til áratuga með því að endurheimta stjórn í Nagornó-Karabak.[6]
Aliyev var kjörinn til fimmta kjörtímabils síns án verulegrar mótstöðu í forsetakosningum Aserbaísjans árið 2024. Þetta var í fyrsta sinn frá falli Sovétríkjanna sem atkvæði voru greidd í aserskum kosningum í Nagornó-Karabak.[7]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Neita ásökunum um svik“. mbl.is. 14. október 2003. Sótt 4. október 2020.
- ↑ Ásgeir Tómasson (14. apríl 2018). „Kosningar í Aserbaísjan ámælisverðar“. RÚV. Sótt 4. október 2020.
- ↑ „Boða mótmæli í Azerbajdzhan“. mbl.is. 8. nóvember 2005. Sótt 4. október 2020.
- ↑ Kristján Róbert Kristjánsson (2. október 2020). „Ásakanir um kosningasvik í Aserbaísjan“. RÚV. Sótt 4. október 2020.
- ↑ Kristján Róbert Kristjánsson (25. febrúar 2021). „Allt á suðupunkti í Armeníu“. RÚV. Sótt 16. september 2022.
- ↑ „Uppfyllti „drauminn" um að hrekja Armena á brott“. mbl.is. 15. október 2023. Sótt 15. október.
- ↑ Markús Þ. Þórhallsson (8. febrúar 2024). „Alyev endurkjörinn forseti fáum að óvörum“. RÚV. Sótt 8. febrúar 2024.
Fyrirrennari: Artur Rasizade |
|
Eftirmaður: Artur Rasizade | |||
Fyrirrennari: Heydar Aliyev |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |