Kákasusfjöll eru fjallgarður milli Svartahafs og Kaspíahafs. Þau eru venjulega álitin suðausturmörk Evrópu. Lönd sem hafa fjöllin innan landamæra sinna eru: Rússland, Georgía, Armenía og Azerbaijan.

Kort.
Elbrus-fjall.
Ushba-fjall, Georgíu.
Chaukhi-fjall, Georgíu.

Fjöllin skiptast í stærri Kákasus-fjöll að norðan og minni Kákasus-fjöll að sunnan en það eru láglendi og dalir á milli þeirra. Elbrus-fjall 5,642 metrar að hæð, er hæsta fjall Evrópu. Berg í fjöllunum má rekja til Krítartímabilsins og Júra-tímabilsins og urðu fjöllin til við árekstur Arabíu-jarðflekans og Evrasíu-jarðflekans. Svæðið er enn virkt jarðskjálftasvæði.

Í hlíðum fjallanna eru skógar og má nefna eik, hlyn, greni, furu og þin. Nordmannsþinur vex til að mynda við fjöllin.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.