30. febrúar
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | ||
2024 Allir dagar |
30. febrúar er samkvæmt gregoríska tímatalinu ekki til þar sem lengd febrúar er venjulega 28 eða 29 dagar. Þrisvar í sögunni hefur hann hinsvegar talið 30. daga.
Svíþjóð (sem á þeim tíma innihélt Finnland) ætlaði frá og með 1700 að breyta úr júlíanska tímatalinu í það gregoríanska með því að sleppa hlaupárum næstu 40 árin. Árið 1700 var þar með ekki hlaupár í Svíþjóð en 1704 og 1708 voru það fyrir mistök þvert á áætlanir Svía og hafði þær afleiðingar að sænska tímatalið varð einum degi á undan því júlíanska en tíu dögum á eftir því gregoríanska. Örlítið var bætt úr ruglingnum árið 1712 þegar tveim dögum var bætt við árið sem samsvöruðu 29. febrúar í júlíanska tímatalinu og 11. mars í því gregoríanska. Svíar skiptu svo loks algerlega í gregoríanska tímatalið árið 1753.
Árið 1929 kynntu Sovétríkin Byltingartímatal Sovétríkjanna þar sem hver mánuður hafði 30 daga og þeir 5 eða 6 dagar sem eftir stóðu voru mánaðarlausir hátíðisdagar. Var þetta tímatal við lýði í tvö ár eða frá 1930 til 1931 en árið 1932 var aftur farið að nota hefðbundna lengd á mánuðum.
Tenglar
breyta- 30. febrúar? Geymt 10 október 2010 í Wayback Machine (á ensku)
- 30. febrúar 1712 Geymt 3 mars 2012 í Wayback Machine (á ensku)
- Tímtatalsbreyting svía Geymt 18 apríl 2001 í Wayback Machine (á ensku)