Oddur Vigfús Gíslason (8. apríl 183610. janúar 1911) var íslenskur guðfræðingur, sjómaður og baráttumaður. Hann barðist lengi vel fyrir því að íslenskir sjómenn lærðu að synda, einnig að sjómenn tækju með sér bárufleyg, sem var holbauja með lýsi í og lak lýsið í sjóinn og lygndi með því bárurnar, og ýmsum öðrum öryggisatriðum fyrir sjómenn. Oddur talaði fyrir því að sjómenn tækju upp að sigla á þilskipum í stað róðrarbáta. Horft hefur verið til Odds sem frumkvöðuls sjóslysavarna á Íslandi.

Oddur var prestur, fyrst að Lundi í Borgarfirði frá 1875, svo á Stað í Grindavík var þar frá 1878 til 1894 þegar hann fluttist til Kanada og tók við preststörfum í Nýja Íslandi þangað til hann fluttist til Chicago og fór að læra til læknis á gamalsaldri og útskrifaðist kominn á áttræðisaldur.

Oddur stóði í mikilli útgáfustarfsemi, gaf meðal annars út fyrstu kennslubókina í ensku hér á Íslandi, gaf út fjölmörg rit tileinkuð sjómönnum og árið 1892 gaf hann út rit sem kallaðist Sæbjörg og fjallaði um ýmis mál sem honum þótti geta farið betur á Íslandi. Hann lést 10. janúar 1911, 74 ára gamall og var jarðsunginn í Brookside Cemetery í Winnipeg, Manitoba.

Björgunarskip björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík er nefnt eftir Oddi.

Árið 2008 setti atvinnuleikhúsið GRAL upp einleikssýningu um Odd sem kallaðist 21 manns saknað í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. Verkið var svo aftur sett á svið á Act Alone hátíðinni á Ísafirði sumarið 2009.

Heimildir

breyta