Eiríkur í Vogsósum
Séra Eiríkur Magnússon í Vogsósum (1638 – 1716) var íslenskur prestur og þjóðsagnapersóna. Hann var sonur Magnúsar Eiríkssonar lögréttumanns í Njarðvík og Guðrúnar Jónsdóttur frá Reykjavík. Hann ólst upp og lærði hjá Jóni Daðasyni presti í Arnarbæli, frægum galdramanni, og virðist við það hafa fengið á sig galdraorð sem loddi við hann síðan. 1668 varð hann aðstoðarprestur Jóns en fékk Selvogskirkju 1677 og hélt til dauðadags. Hann var húsmaður að Vogsósum í Selvogi og lést þar.