Kýpur

eyja austast í Miðjarðarhafi
(Endurbeint frá Κύπρος)

Kýpur (gríska: Κύπρος Kypros; tyrkneska: Kıbrıs) er eyja austast í Miðjarðarhafi, sunnan Tyrklands og vestan Sýrlands og Líbanons. Kýpur er þriðja stærsta og þriðja fjölmennasta eyja Miðjarðarhafsins.[1][2] Kýpur er aðildarríki Evrópusambandsins. Kýpur fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1960 fyrir utan herstöðvasvæðin Akrótírí og Dekelíu sem eru enn undir breskri stjórn.

Κυπριακή Δημοκρατία
Kıbrıs Cumhuriyeti
Fáni Kýpur Skjaldarmerki Kýpur
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Imnos pros tin Eleftherian
Staðsetning Kýpur
Höfuðborg Nikósía
Opinbert tungumál gríska og tyrkneska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Níkos Krístoðúlíðís
Sjálfstæði
 • frá Bretlandi 1. október 1960 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
162. sæti
9.251 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2018)
 • Þéttleiki byggðar
158. sæti
1.189.265
123,4/km²
VLF (KMJ) áætl. 2021
 • Samtals 38,561 millj. dala (128. sæti)
 • Á mann 29.486 dalir (49. sæti)
VÞL (2019) 0.887 (33. sæti)
Gjaldmiðill Evra
Tímabelti UTC+2 (+3 á sumrin)
Þjóðarlén .cy
Landsnúmer ++357

Elstu ummerki um mannabyggð á eyjunni eru frá 10. árþúsundi f.Kr. Meðal fornleifa frá þeim tíma er vel varðveitt nýsteinaldarþorp, Kirokitia. Á Kýpur eru einhverjir elstu brunnar heims.[3] Mýkenugrikkir settust að á Kýpur í tveimur bylgjum á 2. árþúsundi f.Kr. Þar sem eyjan var á hernaðarlega mikilvægum stað í Austur-Miðjarðarhafi var hún hertekin af stórveldum fornaldar, eins og Assýríu, Egyptalandi og Persíu, þar til Alexander mikli lagði hana undir sig árið 333 f.Kr. Ptólemajar ríktu yfir eyjunni, en Rómverjar tóku við af þeim og síðan Austrómverska ríkið. Arabar náðu eyjunni á sitt vald um stutt skeið, síðan franska Lusignan-ættin og loks Feneyjar. Árið 1571 varð eyjan hluti af Tyrkjaveldi sem hélt henni næstu þrjár aldir, til 1878.[4]

Árið 1878 var eyjan gerð að bresku verndarríki með Kýpursáttmálanum og Bretland innlimaði eyjuna formlega árið 1914. Framtíð eyjarinnar varð að þrætuepli tveggja þjóðernishópa sem bjuggu á eyjunni. Kýpur-Grikkja, sem voru 77% íbúa árið 1960, og Kýpur-Tyrkja, sem voru 18% íbúa. Frá 19. öld höfðu Kýpur-Grikkir stutt Enosisstefnuna sem miðaði að sameiningu við Grikkland. Enosis varð opinber stefna í Grikklandi á 6. áratugnum.[5][6] Kýpur-Tyrkir vildu fyrst áframhaldandi yfirráð Breta, en kröfðust þess síðan að eyjan yrði hluti Tyrklands. Frá 6. áratugnum studdu Kýpur-Tyrkir stofnun aðskilins sjálfstjórnarfylkis í norðurhlutanum, með fulltingi Tyrklands.[7] Eftir vopnaða uppreisn grískumælandi þjóðernissinna á 6. áratugnum fékk Kýpur sjálfstæði frá Bretlandi árið 1960.[8] Blóðjólin 1963 leiddu til frekara ofbeldis milli Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja og hröktu 25.000 Kýpur-Tyrki frá heimilum sínum[9][10] og bundu enda á þátttöku þeirra í stjórn lýðveldisins. Þann 15. júlí 1974 frömdu grískir þjóðernissinnar valdarán[11][12] með stuðningi frá herforingjastjórninni í Grikklandi[13] til að ná fram enosis. Þetta leiddi til innrásar Tyrklands á Kýpur 20. júlí,[14] og hernáms Norður-Kýpur. Um 150.000 Kýpur-Grikkir og 50.000 Kýpur-Tyrkir hröktust frá heimilum sínum í kjölfarið.[15][16][17] Stofnun nýs ríkis í norðurhlutanum var einhliða lýst yfir árið 1983. Yfirlýsingin var fordæmd af alþjóðasamfélaginu og Tyrkland var eina landið sem viðurkenndi nýja ríkið. Kýpurdeilan er enn óleyst.

Lýðveldið Kýpur ræður de jure yfir allri eyjunni, þar á meðal landhelgi hennar og efnahagslögsögu, fyrir utan herstöðina Akrótírí og Dekelíu sem er undir stjórn Breta samkvæmt London-Zürich-samningunum. Lýðveldið Kýpur skiptist samt de facto í tvo hluta: suður- og vesturhluta sem lýðveldið ræður yfir og nær yfir 59% af eyjunni, og norðurhluta[18] sem er undir stjórn Tyrkneska lýðveldisins á Norður-Kýpur og nær yfir 36% af eyjunni. Önnur 4% heyra til hlutlauss beltis undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðasamfélagið lítur svo á að norðurhluti eyjunnar sé hernuminn af Tyrklandsher.[19][20][21][22][23] Hernámið er álitið ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum og ólöglegt hernám Evrópusambandslands eftir að Kýpur gerðist aðili að Evrópusambandinu.[24]

Kýpur er vinsælt ferðamannaland í Miðjarðarhafi.[25][26][27] Landið býr við þróað hagkerfi,[28] háar tekjur og mjög háa vísitölu um þróun lífsgæða.[29][30] Kýpur hefur átt aðild að Breska samveldinu frá 1961 og var stofnaðili að Samtökum hlutlausra ríkja þar til það gekk í Evrópusambandið 1. maí 2004.[31] Kýpur varð hluti af evrusvæðinu 1. janúar 2008.[32]

 
Koparnáma á Kýpur. Í fornöld var Kýpur mikilvæg uppspretta kopars.

Elsta áletrunin þar sem vísað er til Kýpur er frá 15. öld f.o.t. og rituð með línulegu B atkvæðaletri.[33] Þar stendur 𐀓𐀠𐀪𐀍 ku-pi-ri-jo sem merkir „Kýpverji“ (gríska: Κύπριος Kyprios).[34] Í klassískri grísku er heiti eyjarinnar ritað Κύπρος Kypros.

Uppruni heitisins er óþekktur, en stungið hefur verið upp á því að það kunni að vera dregið af heiti sýprusviðarins (Cupressus sempervirens) κυπάρισσος kyparissos eða heiti hennarunnans (Lawsonia alba) sem er κύπρος kypros. Heitið gæti hugsanlega verið dregið af súmerska orðinu yfir kopar (zubar) eða brons (kubar), út af stórum koparnámum á eyjunni.[35]

Vegna koparverslunarinnar var latneska heitið yfir kopar dregið af nafni eyjarinnar sem aes Cyprium („Kýpurmálmur“) sem seinna var stytt í Cuprum.[35][36]

Íbúar eyjarinnar nefnast Kýpverjar á Íslensku.[37] Opinbert heiti eyjarinnar á grísku er Κυπριακή Δημοκρατία Kypriake Demokratia sem þýðir bókstaflega „Lýðveldi Kýpverja“.

Landfræði

breyta
 
Hellar við Grekóhöfða.

Kýpur er þriðja stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu, á eftir Sikiley og Sardiníu[38] bæði hvað varðar stærð og íbúafjölda. Hún er jafnframt 80. stærsta eyja heims og í 51. sæti yfir eyjar eftir fólksfjölda. Kýpur er 240 km löng enda á milli og 100 km breið þar sem hún er breiðust. Hún liggur milli 34. og 36. breiddargráðu norður og 32. og 35. lengdargráðu austur.

Tyrkland liggur 75 km norðan við eyjuna. Önnur nágrannaríki eru Sýrland og Líbanon í austri og suðaustri (105 og 108 km frá), Ísrael 200 km í suðaustri, Gasaströndin 427 km í suðaustri, Egyptaland 380 km í suðri og grísku eyjarnar Dodecanese 280 km í norðvestri. Frá Kýpur eru 400 km til grísku eyjunnar Ródos og 800 km til gríska meginlandsins. Kýpur er bæði skilgreint sem Evrópuland[39][40][41] eða Vestur-Asíuland, hluti Mið-Austurlanda.[42][43]

Tveir fjallgarðar rísa upp af eyjunni: Troódosfjöll og Kýreníufjöll. Þau liggja umhverfis miðhálendi, Mesaoríu. Niður frá Mesaoríusléttunni rennur Pedieosfljót, lengsta á eyjunnar. Troódosfjöll þekja mest af suður- og vesturhluta eyjunnar og ná yfir um það bil helming hennar. Hæsti tindur Kýpur er Ólympsfjall, 1.952 metrar á hæð, í miðjum Troódosfjöllum. Kýreníufjöllin sem liggja meðfram norðurströndinni þekja umtalsvert minna svæði og eru lægri. Hæsti tindur þeirra er 1.024 metrar á hæð. Eyjan situr á Anatólíuflekanum.[44]

 
Petra tú Rómíú („Grikkjaklettur“).

Eyjunni er skipt í fjóra meginhluta. Lýðveldið Kýpur ræður yfir syðri 2/3 hluta eyjarinnar (59,7%). Tyrkneska lýðveldið á Norður-Kýpur þekur nyrðri þriðjung hennar (34,85%), og Græna beltið sem Sameinuðu þjóðirnar stjórna og skilur milli hlutanna þekur 2,67% eyjunnar. Loks eru tvær breskar herstöðvar á eyjunni: Akrótírí og Dekelía, sem ná yfir þau 2,74% sem eftir eru.

Stjórnmál

breyta

Stjórnsýslueiningar

breyta

Kýpur skiptist í sex umdæmi: Nikósíu, Famagústa, Kýreníu, Larnaka, Lemesos (Límasól) og Pafos. Þessi skipting nær yfir Norður-Kýpur en er ekki viðurkennd þar.

 

Á Kýpur eru fjórar útlendur Bretlands við Dekelíu; þorpin Ormedeia og Xylotymvou, Dekelíurafstöðin og Paralimni (de facto útlenda), sem tengir Dekelíu við hlutlaust belti Sameinuðu þjóðanna milli gríska og tyrkneska hlutans. Akrótírí og Dekelía eru ekki formlegar útlendur heldur herstöðvar undir stjórn breska hersins.

Íbúar

breyta

Trúarbrögð

breyta
Kykkos-klaustur í Pedúlas (til vinstri) og Hala Sultan Tekke við Larnakavatn (til hægri).

Meirihluti Kýpur-Grikkja telur sig kristna og eru í grísku rétttrúnaðarkirkjunni á Kýpur,[45][46][47] meðan flestir Kýpur-Tyrkir aðhyllast súnní íslam. Samkvæmt Eurobarometer árið 2005,[48] var Kýpur annað trúaðasta land Evrópusambandsins á eftir Möltu (þá var Rúmenía ekki gengin í sambandið, en Rúmenía er nú trúaðasta land Evrópusambandsins). Fyrsti forseti Kýpur var erkibiskupinn Makaríos 3.. Núverandi leiðtogi grísku rétttrúnaðarkirkjunnar á Kýpur er erkibiskupinn Krysostómos 2. af Kýpur.

Moskan Hala Sultan Tekke, við saltvatnið Larnakavatn, er áfangastaður múslimskra pílagríma.

Samkvæmt manntali sem gert var á svæðum sem lýðveldið Kýpur ræður yfir árið 2001[49] voru 94,8% íbúa í rétttrúnaðarkirkjunni, 0,9% tilheyrðu armensku kirkjunni eða voru maronítar, 1,5% voru rómversk-kaþólskir, 1% voru í ensku biskupakirkjunni og 0,6% voru múslimar. Það er líka samfélag gyðinga á Kýpur. Önnur 1,3% gáfu ekki upp eða tilheyrðu öðrum trúfélögum.

Tilvísanir

breyta
  1. „Biggest Islands In The Mediterranean Sea By Area“. WorldAtlas (enska). Afrit af uppruna á 12. maí 2018. Sótt 11. maí 2018.
  2. „The Most Populated Islands In The Mediterranean Sea“. WorldAtlas (enska). Afrit af uppruna á 12. maí 2018. Sótt 11. maí 2018.
  3. „Stone Age wells found in Cyprus“. BBC News. 25. júní 2009. Afrit af uppruna á 5. október 2013. Sótt 31. júlí 2009.
  4. „Treaty of Lausanne“. Afrit af uppruna á 12. janúar 2013. Sótt 7. október 2014.
  5. Faustmann, Hubert; Ker-Lindsay, James (2008). The Government and Politics of Cyprus. Peter Lang. bls. 48. ISBN 978-3-03911-096-4.
  6. Mirbagheri, Farid (2009). Historical Dictionary of Cyprus. Scarecrow Press. bls. 25. ISBN 9780810862982.
  7. Trimikliniotis, Nicos (2012). Beyond a Divided Cyprus: A State and Society in Transformation. Palgrave Macmillan. bls. 104. ISBN 978-1-137-10080-1.
  8. Cyprus date of independence Geymt 13 júní 2006 í Wayback Machine (click on Historical review)
  9. Hoffmeister, Frank (2006). Legal aspects of the Cyprus problem: Annan Plan and EU accession. EMartinus Nijhoff Publishers. ISBN 978-90-04-15223-6.
  10. „U.S. Library of Congress – Country Studies – Cyprus – Intercommunal Violence“. Countrystudies.us. 21. desember 1963. Afrit af uppruna á 23. júní 2011. Sótt 25. október 2009.
  11. Mallinson, William (2005). Cyprus: A Modern History. I. B. Tauris. bls. 81. ISBN 978-1-85043-580-8.
  12. „website“. BBC News. 4. október 2002. Afrit af uppruna á 26. júlí 2004. Sótt 25. október 2009.
  13. Constantine Panos Danopoulos; Dhirendra K. Vajpeyi; Amir Bar-Or (2004). Civil-military Relations, Nation Building, and National Identity: Comparative Perspectives. Greenwood Publishing Group. bls. 260. ISBN 978-0-275-97923-2. Afrit af uppruna á 15. september 2015. Sótt 20. júní 2015.
  14. Eyal Benvenisti (23. febrúar 2012). The International Law of Occupation. Oxford University Press. bls. 191. ISBN 978-0-19-958889-3. Afrit af uppruna á 10. september 2015. Sótt 20. júní 2015.
  15. Barbara Rose Johnston, Susan Slyomovics. Waging War, Making Peace: Reparations and Human Rights (2009), American Anthropological Association Reparations Task Force, p. 211 Geymt 12 apríl 2016 í Wayback Machine
  16. Morelli, Vincent. Cyprus: Reunification Proving Elusive (2011), DIANE Publishing, p. 10 Geymt 13 apríl 2016 í Wayback Machine
  17. Borowiec, Andrew. Cyprus: A Troubled Island (2000), Greenwood Publishing Group, p. 125 Geymt 12 apríl 2016 í Wayback Machine
  18. „According to the United Nations Security Council Resolutions 550 and 541“. United Nations. Afrit af uppruna á 19. mars 2009. Sótt 27. mars 2009.
  19. European Consortium for Church-State Research. Conference (2007). Churches and Other Religious Organisations as Legal Persons: Proceedings of the 17th Meeting of the European Consortium for Church and State Research, Höör (Sweden), 17–20 November 2005. Peeters Publishers. bls. 50. ISBN 978-90-429-1858-0. Afrit af uppruna á 12. apríl 2016. Sótt 20. júní 2015. „There is little data concerning recognition of the 'legal status' of religions in the occupied territories, since any acts of the 'Turkish Republic of Northern Cyprus' are not recognized by either the Republic of Cyprus or the international community.“
  20. Quigley (6. september 2010). The Statehood of Palestine. Cambridge University Press. bls. 164. ISBN 978-1-139-49124-2. Afrit af uppruna á 6. september 2015. Sótt 20. júní 2015. „The international community found this declaration invalid, on the ground that Turkey had occupied territory belonging to Cyprus and that the putative state was therefore an infringement on Cypriot sovereignty.“
  21. Nathalie Tocci (janúar 2004). EU Accession Dynamics and Conflict Resolution: Catalysing Peace Or Consolidating Partition in Cyprus?. Ashgate Publishing, Ltd. bls. 56. ISBN 978-0-7546-4310-4. Afrit af uppruna á 15. september 2015. Sótt 20. júní 2015. „The occupied territory included 70 percent of the island's economic potential with over 50 percent of the industrial ... In addition, since partition Turkey encouraged mainland immigration to northern Cyprus. ... The international community, excluding Turkey, condemned the unilateral declaration of independence (UDI) as a.“
  22. Dr Anders Wivel; Robert Steinmetz (28. mars 2013). Small States in Europe: Challenges and Opportunities. Ashgate Publishing, Ltd. bls. 165. ISBN 978-1-4094-9958-9. Afrit af uppruna á 22. september 2015. Sótt 20. júní 2015. „To this day, it remains unrecognised by the international community, except by Turkey“
  23. Peter Neville (22. mars 2013). Historical Dictionary of British Foreign Policy. Scarecrow Press. bls. 293. ISBN 978-0-8108-7371-1. Afrit af uppruna á 18. september 2015. Sótt 20. júní 2015. „...Ecevit ordered the army to occupy the Turkish area on 20 July 1974. It became the Turkish Republic of Northern Cyprus, but Britain, like the rest of the international community, except Turkey, refused to extend diplomatic recognition to the enclave. British efforts to secure Turkey's removal from its surrogate territory after 1974 failed.“
  24. James Ker-Lindsay; Hubert Faustmann; Fiona Mullen (15. maí 2011). An Island in Europe: The EU and the Transformation of Cyprus. I.B.Tauris. bls. 15. ISBN 978-1-84885-678-3. Afrit af uppruna á 18. september 2015. Sótt 20. júní 2015. „Classified as illegal under international law, and now due to Cyprus' accession into the European Union is also an illegal occupation of EU territory.“
  25. Lesley Pender; Richard Sharpley (2005). The Management of Tourism. SAGE. bls. 273. ISBN 978-0-7619-4022-7. Afrit af uppruna á 10. september 2015. Sótt 20. júní 2015.
  26. Richard Sharpley (16. maí 2012). Tourism Development and the Environment: Beyond Sustainability?. Routledge. bls. 296. ISBN 978-1-136-57330-9. Afrit af uppruna á 18. september 2015. Sótt 20. júní 2015.
  27. Sharpley, Richard; Telfer, David John (2002). Tourism and Development: Concepts and Issues. Channel View Publications. bls. 334. ISBN 978-1-873150-34-4. Afrit af uppruna á 18. september 2015. Sótt 22. júlí 2015.
  28. „World Economic Outlook Database May 2001“. International Monetary Fund. Afrit af uppruna á 26. júlí 2011. Sótt 28. júní 2011.
  29. „Country and Lending Groups“. World Bank. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. mars 2011. Sótt 11. maí 2010.
  30. „Human Development Index (HDI)–2011 Rankings“. United Nations Development Programme. Afrit af uppruna á 12. janúar 2013. Sótt 4. nóvember 2011.
  31. „The Non-Aligned Movement: Background Information“. Non-Aligned Movement. 21. september 2001. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. febrúar 2016. Sótt 19. janúar 2010.
  32. „Human Development Index (HDI)–2011 Rankings“. Stanford University. Afrit af upprunalegu geymt þann 3 apríl 2015. Sótt 17. nóvember 2019.
  33. Palaeolexicon Geymt 3 febrúar 2011 í Wayback Machine, Word study tool of ancient languages
  34. Strange, John (1980). Caphtor : Keftiu : a new investigation. Leiden: Brill. bls. 167. ISBN 978-90-04-06256-6. Afrit af uppruna á 11. september 2015. Sótt 20. júní 2015.
  35. 35,0 35,1 R. S. P. Beekes, Etymological Dictionary of Greek, Brill, 2009, p. 805 (s.v. "Κύπρος").
  36. Fisher, Fred H. Cyprus: Our New Colony And What We Know About It. London: George Routledge and Sons, 1878, pp. 13–14.
  37. „Kýpur“. Málfarsbankinn. Sótt 8.7.2022.
  38. „Europe :: Cyprus — The World Factbook – Central Intelligence Agency“. www.cia.gov. Sótt 22. nóvember 2019.
  39. „Travel – National Geographic“. travel.nationalgeographic.com. Afrit af uppruna á 17. ágúst 2016. Sótt 19. júlí 2016.
  40. „BBC News – Cyprus country profile“. 23. desember 2011. Afrit af uppruna á 28. júlí 2011. Sótt 1. nóvember 2009.
  41. „Europe map / Map of Europe – Facts, Geography, History of Europe – Worldatlas.com“. Afrit af uppruna á 16. maí 2015. Sótt 20. maí 2015.
  42. „United Nations Statistics Division- Standard Country and Area Codes Classifications (M49)“. United. UNSD. Afrit af uppruna á 17. apríl 2010. Sótt 20. maí 2015.
  43. „The World Factbook“. Sótt 15. maí 2007.
  44. Erdik, Mustafa (2013). Strong Ground Motion Seismology. bls. 469.
  45. „Cyprus“. The World Factbook. Central Intelligence Agency. Sótt 9. febrúar 2010.
  46. „About Cyprus – Towns and Population“. Government Web Portal – Areas of Interest. Government of Cyprus. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. febrúar 2012. Sótt 9. febrúar 2010.
  47. Solsten, Eric (janúar 1991). „A Country Study: Cyprus“. Federal Research Division. Library of Congress. Afrit af uppruna á 5. september 2011. Sótt 9. febrúar 2010.
  48. „Social values, Science and Technology“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 24. maí 2006. Sótt 25. október 2009.
  49. Statistical Service of Cyprus: Population and Social Statistics, Main Results of the 2001 Census. Sótt 29. febrúar 2009.Geymt 21 ágúst 2010 í Wayback Machine

Tenglar

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.