Fáni Kýpur
Fáni Kýpur er hvítur með koparlituðu korti af eyjunni og þar undir ólífu-trjágreinar.
Hvíti liturinn og trjágreinarnar tákna hvort tveggja frið.
Kýpur er eina landið (að undanskildu Kósovó sem nýtur ekki fullrar alþjóðlegrar viðurkenningar) sem hefur einskonar kort á sínum fána. [heimild vantar] Koparliturinn vísar til þess hve mikið er af kopar á eynni.
Teikning/hönnun fánans er eignuð İsmet Güney, tyrknesk-kýpverskum listkennara. Mun hann hafa forðast að nota bláan eða rauðan lit því hann vildi ekki minna á gríska eða tyrkneska fánann.