Þjóðarminnismerki (Bandaríkin)

Þjóðarminnismerki eða National Monument (enska) er í Bandaríkjunum verndað svæði vegna sérstöðu sinnar og er svipað og þjóðgarður nema oft minna að umfangi og kann að vera menningar- og sögulegar minjar. Hugmyndin að því er frá 1906 þegar Hið svokallað Antiquities Act var sett á fót til að vernda rústir og muni frumbyggja. Einnig var þar heimild til að vernda svæði vegna vísindalegrar sérstöðu. Stuðlabergið í Devils Tower var af þeim sökum verndað af Theodore Roosevelt, forseta, sama ár. Miklagljúfur var verndað árið 1908. Sumir þjóðgarða Bandaríkjanna hafa áður verið þjóðarminnismerki. Til dæmis breytti Jimmy Carter, forseti, fjölmörgum slíkum svæðum í Alaska yfir í þjóðgarða árið 1980.

Þjóðarminnismerkjum getur verið stjórnað af eftirfarandi stofnunum: National Park Service, United States Forest Service, United States Fish and Wildlife Service og Bureau of Land Management. Þau eru nú 129 talsins (2021).

Listi yfir þjóðarminnismerki

breyta

Tengill

breyta

Vísindavefur - Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni?