Oregon er fylki á vesturströnd Bandaríkjanna. Fylkið liggur að Washington í norðri, Idaho í austri, Nevada og Kaliforníu í suðri og Kyrrahafinu í vestri. Salem er höfuðborg Oregon, en stærsta borg fylkisins er Portland.

Flagg Skjöldur
Flag of Oregon.svg Oregon state seal.png
Kortið sýnir staðsetningu Oregon
Svæðisskipting Oregon.
Kort.
Skógur í Oregon.
Mount Hood, hæsta fjall Oregon.
Mount Jefferson í Oregon.

Um 3,8 milljón manns býr í Oregon (2010). Það er 9. stærsta fylki Bandaríkjanna.

SöguágripBreyta

Svæðið sem nú er Oregon er talið hafa verið byggt mönnum í um 15.000 ár líkt hellaristur úr Fort Rock hellinum hafa sýnt. Síðar könnuðu Evrópumenn svæðið og voru Spánverjar fyrstir á 16 öld. Bretinn James Cook kannaði Kyrrahafsströndina árið 1778. Árið 1859 varð Oregon fylki í Bandaríkjunum.

NáttúrufarBreyta

Fossafjöll liggja í gegnum fylkið og hefur að geyma eldkeilur. Mount Hood er hæsta fjallið eða 3425 metrar að hæð. Columbia-fljót myndar hluta nyrðri landamæri fylkisins. Um 48 % fylkisins er skógi vaxið. Áberandi trjátegundir eru degli, ponderosafura og risalífviður, marþöll og fjallaþöll. Mörg villt spendýr lifa í Oregon. Meðal annars birnir, elgir, úlfar, fjallaljón, rauðrefir, íkornar, bjórar og þvottabirnir. Crater Lake National Park er eini þjóðgarðurinn.

Pólitík og samfélagsmálBreyta

Beint líknardráp var lögleitt árið 1994 í ríkinu (Death with Dignity Act). Dauðarefsing hefur ekki verið notuð þar síðan 1997.

SamfélagBreyta

70% íbúa býr í dalnum Willamette Valley. Timburiðnaður og laxveiði hafa verið mikilvægar atvinnugreinar. Um 78% íbúa eru hvítir, 12% mið- og suður- amerískir, 2% svartir, 4% asískir og 1% frumbyggjar.

   Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.