Afrikaner Weerstandsbeweging

The Afrikaner Weerstandsbeweging (AWB) eru samtök sem voru stofnuð af Eugene Terre'Blanche árið 1973 til að berjast fyrir sjálfstæðu lýðveldi afríkanskra Búa ("Volkstaat /Boerestaat") innan Suður-Afríku, byggðum á gildum nýfasisma og yfirráðum hvíta kynstofnsins.

Merki AWB, sem berjast fyrir sjálfstæðu lýðveldi afríkanskra Búa innan Suður Afríku, byggðum á gildum nýfasisma og yfirráðum hvíta kynstofnsins.

„Afrikaner Weerstandsbeweging“ (á ensku: Afrikaner Resistance Movement) eða AWB, voru stofnuð 7. júlí 1973 í bílskúr í bænum Heidelberg í Transvaal-héraði (nú Gauteng), suðaustur af Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Leiðtogi samtakanna var Terre'Blanche sem hafði barist á sjöunda áratugnum gegn því sem hann kallaði „frjálslynda stefnu“ í B.J. Vorster, þá forsætisráðherra í Suður-Afríku og auknum áhrifum kommúnisma í Suður-Afríku.

Markmið

breyta

Markmið samtakanna var að koma á fót sjálfstæðu lýðveldi Búa („Boer State“), innan Suður-Afríku. Með því vildi AWB endurheimta það land sem glataðist í seinna Búastríðinu og endurvekja hið sjálfstæða lýðveldi Búa: Suður-Afríska lýðveldið („Zuid-Afrikaansche Republiek“) og Hið frjálsa lýðveldi Oraníu („Oranje Vrystaat“).

Samtökin náðu á sínum tíma 70.000 félagsmönnum af hægri væng hvítra íbúa Suður-Afríku. Megináherslan var á kynþáttahyggju með yfirráðum hvíta kynstofnsins og nýfasisma.