Hormússund

sund milli Persaflóa og Ómanflóa

Hormússund (stundum skrifað Hormuzsund eða Hormuz-sund) er mjótt sund sem liggur milli Persaflóa og Ómanflóa. Sundið er um það bil 39 km á breidd og tengir mikilvæga sjóleið á milli Mið-Austurlanda og Suðaustur-Asíu. Norðan við sundið er Íran, en sunnan megin eru Sameinuðu arabísku furstadæmin og Óman. Hormússund er ein af mikilvægustu siglingaleiðum heims, þar sem stór hluti af heimsframleiðslu hráolíu fer í gegnum það.

Gervihnattamynd af Hormússundi

Tenglar

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.