Wayne Rooney
Wayne Mark Rooney (fæddur 24. október 1985 í Liverpool) er enskur fyrrum knattspyrnumaður og núverandi knattspyrnustjóri. Hann hóf feril sinn hjá Everton en var keyptur sumarið 2004 til Manchester United á 25,6 milljónir. Rooney er markahæsti leikmaður United frá upphafi og var sá markahæsti fyrir enska landsliðið þar til Harry Kane tók fram úr honum. [1]
Wayne Rooney | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Wayne Mark Rooney | |
Fæðingardagur | 24. október 1985 | |
Fæðingarstaður | Croxteth, Liverpool, Englandi | |
Hæð | 1,76 m | |
Leikstaða | Framherji | |
Yngriflokkaferill | ||
1996–2002 | Everton | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2002–2004 | Everton | 67 (15) |
2004–2017 | Manchester United | 393 (183) |
2017-2018 | Everton F.C. | 31 (10) |
2018-2019 | D.C. United | 48 (23) |
2020-2021 | Derby County | 30 (6) |
Landsliðsferill | ||
2000–2001 2001-2002 2002-2003 2003-2018 |
England U15 England U17 England U19 England |
4 (2) 12 (7) 1 (0) 120 (53) |
Þjálfaraferill | ||
2020-2022 2022-2023 2023-2024 2024- |
Derby County D.C. United Birmingham City Plymouth Argile | |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Upphafsár
breytaWayne Rooney fæddist þann 24. október árið 1985 í Liverpool, Englandi. Faðir hans er Thomas Rooney og móðir hans Jeanette Marie Rooney og á Wayne tvo bræður, þá Graham og John Hann ólst upp á sínum uppvaxtarárum sem stuðnigsmaður Everton.
Meistaraflokksferill
breytaEverton
breytaRooney hóf feril sinn hjá Everton aðeins 11 ára gamall og þótti gríðarlega efnilegur. Hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Everton gegn Arsenal, þá aðeins 16 ára. Hann skoraði í þeim leik og varð yngsti markaskorari ensku úrvalsdeildarinnar á þeim tíma.
Í ágúst 2004 gekk Rooney til liðs við Manchester United sem greiddi út £25.6 milljónum fyrir, sem gerði Rooney að dýrasta leikmanni undir 20 ára.
Manchester United
breyta2004-05
breytaRooney skoraði þrennu í fyrsta leik sínum fyrir Manchester United gegn Fenerbahçe í semptember 2004. Þrátt fyrir góða byrjun varð þetta tímabil titlalaust hjá United sem lenti í þriðja sæti í deildinni og komst ekki lengra en í 16-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu. Þeim gekk betur í bikarkeppnunum, en þar duttu þeir út í undanúrslitum deildarbikarsins eftir að hafa tapað fyrir Chelsea FC. Þeir töpuðu svo fyrir Arsenal í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik enska bikarsins. Rooney náði þó að skora 11 mörkum í deildinni og var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins.
2005-06
breytaÁ tímabilinu 2005-06 vann Rooney sinn fyrsta bikar með félaginu þegar United bar 4 - 0 sigurorð á Wigan í úrslitum deildarbikarsins. Skoraði Rooney tvö mörk og var hann valinn maður leiksins að honum loknum. United endaði í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, 8 stigum á eftir Chelsea. Þetta tímabil náði Rooney að bæta sig í markaskorun og endaði hann með 16 mörk í lok leiktíðar.
2006-07
breytaÞetta tímabil náðu Manchester United loks að endurheimta Englandsmeistarartitilinn og enduðu þeir 7 stigum ofar en Chelsea. Rooney átti góðan þátt í því þar sem hann skoraði 14 deildarmörk á tímabilinu.
2007-08
breytaRooney varð fyrir miklum meiðslum tímabilið 2007-08 og missti af 10 leikjum. Hann náði þó að skora 18 mörk (12 í deildinni) en United varði Englandsmeistaratitilinn þetta árið. Þeir unnu líka Meistaradeild Evrópu eftir að hafa sigrað Chelsea í vítaspyrnukeppni á dramatískan hátt, 6 - 5.
2008-2009
breytaÍ október 2008 varð Rooney yngsti leikmaðurinn til að ná þeim áfanga til að leika 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann varð fyrir smávægum meiðslum sem gerðu það að verkum að hann missti af 4 leikjum. Hann skoraði 20 mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United sem varði Englandsmeistaratitilinn, þriðja árið í röð.
2009-10
breytaRooney byrjaði tímabilið með því að skora gegn Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Hann var síðan aftur á ferðinni gegn Birmingham City í opnunarleik keppnistímabilsins. Hann skoraði 26 mörk í deildinni þetta árið og var valinn leikmaður tímabilsins. Hann skoraði í sigurleik United gegn Aston Villa í úrslitum deildarbikarsins. Varð það eini bikarinn sem United vann en þeir urðu einu stigi á eftir Chelsea sem vann deildina. United datt síðan úr leik í Meistaradeildinni í 8-liða úrslitum eftir að hafa tapað gegn Bayern München á útimarkareglunni.
2010-11
breytaRooney byrjaði tímabilið illa. Um tíma íhugaði hann að fara til Real Madrid, Chelsea eða Manchester City. Þó ákvað hann að lokum að halda kyrru fyrir. Hann er búin að vera lengi meiddur.
Markametið hjá Manchester United
Wayne Rooney skoraði alls 253 mörk fyrir Manchester United og er því markahæsti leikmaður í sögu liðsins. Bobby Charlton var markahæsti leikmaður í sögu liðsins allt til ársins 2017 þegar Rooney sló það met.
Everton - endurkoma
breyta2017-2018
breytaRooney sneri aftur til Everton fyrir tímabilið 2017-2018. Í fyrstu tveimur leikjum sínum skoraði hann mark og varð annar maður úrvalsdeildarinnar til að skora 200 mörk.
DC United
breytaÍ júní 2018 skrifaði Rooney undir samning við bandaríska liðið DC United frá Washington D.C.. Hann var þar þangað til haustsins 2019. Fyrir liðið skoraði hann 23 mörk og átti 15 stoðsendingar í 48 leikjum. DC Unieted komst í úrslitakeppnina bæði tímabil Rooneys en var slegið út í fyrstu umferð einnig í bæði skiptin. 12. júlí 2022 var tilkynnt að DC United hefði ráðið Rooney sem aðalþjálfara liðsins.[2]
Derby County
breytaRooney gerðist aðstoðarþjálfari og leikmaður Derby County í ensku meistaradeildinni í janúar 2020. Hann varð aðalþjálfari ári síðar. Derby hlaut refsistig tímabilið 2021-2022 fyrir fjárhagsstöðu og féll í kjölfarið í League One. Rooney hætti með liðið nokkru síðar.
Landsliðsferill
breytaRooney varð yngsti leikmaðurinn til að leika fyrir England þegar Englendingar öttu kappi við Ástralska landsliðið í vináttu landsleik þann 12. febrúar 2003, þá 17 ára. Theo Walcott, leikmaður Arsenal, bætti það met um 63 daga í júní 2006. Rooney hætti í landsliðinu árið 2017 og skoraði hann alls 53 mörk með því. Aftur á móti fékk hann heiðurskveðju í landsleik gegn Bandaríkjunum árið 2018 þar sem lítið hafði farið fyrir fyrri kveðju hans. Bobby Charlton var markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins allt til ársins 2015 þegar Wayne Rooney sló það met. Rooney hélt því meti til ársins 2023 þegar Harry Kane sló það met.
EM 2004
breytaFyrsta mót Rooney með enska landsliðinu var EM 2004 í Portúgal. Náðu Englendingar að komast í átta liða úrslit en þar duttu þeir út fyrir Portúgölum í vítaspyrnukeppni.
HM 2006
breytaRooney var síðan valinn í hópinn fyrir HM 2006 í Þýskalandi. Þar duttu þeir aftur út fyrir Portúgölum í átta liða úrslitum, og aftur í vítaspyrnukeppni. Rooney er mest minnst frá þessu móti fyrir að hafa fengið rautt spjald gegn Portúgölum eftir að Cristiano Ronaldo, þáverandi samherji hans hjá Manchester United, fiskaði hann út af fyrir að hafa stappað á Ricardo Carvalho.
HM 2010
breytaÁ HM 2010 í Suður-Afríku vegnaði Rooney og félögum hins vegar ekki vel en þeir duttu út fyrir Þjóðverjum eftir 4-1 tap í sextán liða úrslitum.
EM 2012
breytaRooney skoraði 3 mörk í keppninni. Hann hlaut rautt spjald fyrir tæklingu gegn Króatíu og hlaut 3 leikja bann. Rooney spilaði í 8 liða úrslitum þegar England féll úr keppni og skoraði þar mark.
HM 2014
breytaRooney skoraði fyrsta HM-mark sitt í tapi gegn Úrúgvæ. England komst ekki áfram úr riðlakeppninni.
EM 2016
breytaRooney skoraði fyrsta markið í 1:2 tapi fyrir Íslandi i 16 liða úrslitum.
Ferilsyfirlit
breytaFélagslið | Tímabil | Deildin | Bikarinn | Deildarbikarinn | Meistaradeildin | Annað | Samtals | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | ||
Everton | 2002–03 | 33 | 6 | 1 | 0 | 3 | 2 | – | 0 | 0 | 37 | 8 | |
2003–04 | 34 | 9 | 3 | 0 | 3 | 0 | – | 0 | 0 | 40 | 9 | ||
Samtals | 67 | 15 | 4 | 0 | 6 | 2 | – | 0 | 0 | 77 | 17 | ||
Manchester United | 2004–05 | 29 | 11 | 6 | 3 | 2 | 0 | 6 | 3 | 0 | 0 | 43 | 17 |
2005–06 | 36 | 16 | 3 | 0 | 4 | 2 | 5 | 1 | 0 | 0 | 48 | 19 | |
2006–07 | 35 | 14 | 7 | 5 | 1 | 0 | 12 | 4 | 0 | 0 | 55 | 23 | |
2007–08 | 27 | 12 | 4 | 2 | 0 | 0 | 11 | 4 | 1 | 0 | 43 | 18 | |
2008–09 | 30 | 12 | 2 | 1 | 1 | 0 | 13 | 4 | 3 | 3 | 49 | 20 | |
2009–10 | 32 | 26 | 1 | 0 | 3 | 2 | 7 | 5 | 1 | 1 | 44 | 34 | |
2010–11 | 7 | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 2 | 1 | 1 | 0 | 10 | 2 | |
Samtals | 194 | 92 | 23 | 11 | 11 | 4 | 56 | 22 | 6 | 4 | 290 | 133 | |
Samtals á ferli | 261 | 107 | 27 | 11 | 17 | 6 | 56 | 22 | 6 | 4 | 368 | 150 |
Síðast yfirfarið þann 8. desember 2010
Titlar
breytaManchester United
breyta- Enska úrvalsdeildin (4): 2006-07, 2007-08, 2008-09, 2010-11, 2012-13
- Deildarbikarinn (2): 2005-06, 2009-10, 2016-17
- Enski bikarinn: 2015-2016
- Samfélagsskjöldurinn (3): 2007, 2010, 2011, 2016
- Meistaradeild Evrópu (1): 2007-08
- Heimsmeistarabikar félagsliða (1): 2008
- UEFA Evrópudeildin: 2016-2017
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Wayne Rooney: Everton forward 'under-appreciated', says Gary Lineker BBC, skoðað 22. ágúst 2017.
- ↑ dcunited. „D.C. United Name Wayne Rooney as Head Coach | DC United“. dcunited (enska). Sótt 13. júlí 2023.