Birmingham City
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Birmingham City (Birmingham City Football Club) er knattspyrnufélag á Englandi með höfuðstöðvar í Birmingham í Englandi. Heimavöllur liðsins frá 1906 er St Andrew's sem tekur 29.409 í sæti.
Birmingham var stofnað árið 1875 undir nafninu Small Heath Alliance, nafnið breyttist í Small Heath árið 1888 og síðan Birmingham City árið 1905. Sem Small Heath spilaði það í Alliance-deildinni og varð síðan stofnmeðlimur og fyrsti sigurvegari Football League Second Division.
Birmingham á í harðri baráttu í Ensku meistaradeildinni sem er næstefsta knattspyrnudeild Englands. Sigursælasta tímabil liðsins var á sjötta áratugnum og snemma á þeim sjöunda. Birmingham komst síðast upp í ensku úrvalsdeildina tímabilið 2009 – 2010.