Srí Lanka

(Endurbeint frá Sri Lanka)

Alþýðulýðveldið Srí Lanka (sinhala: ශ්රී ලංකා; tamílska: இலங்கை), áður þekkt sem Seylon til 1972, er eyríki út af suðausturströnd Indlandsskaga. Einungis 50 km breitt sund, Palksund, skilur eyjuna frá Indlandi í norðvestri en 750 km suðvestar eru Maldíveyjar.

Srí Lanka
ශ්රී ලංකා ප්රජාතාන්ත්රික සමාජවාදී ජනරජය
Sri Lankā Prajathanthrika Samajavadi Janarajaya
இலங்கை சனநாயக சோஷலிசக் குடியரசு
Illankai Chananaayaka Chosalisa Kudiyarasu
Fáni Srí Lanka Skjaldarmerki Srí Lanka
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Sri Lanka Matha
Staðsetning Srí Lanka
Höfuðborg Srí Jajevardenepúra
Opinbert tungumál sinhala og tamílska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Maithripala Sirisena
Forsætisráðherra Ranil Wickremesinghe
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi 4. febrúar 1948 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
122. sæti
65.610 km²
4,4
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
57. sæti
21.866.445
333/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2014
142,719 millj. dala (64. sæti)
7.046 dalir (99. sæti)
VÞL (2013) Dark Green Arrow Up.svg 0.750 (73. sæti)
Gjaldmiðill srílankísk rúpía
Tímabelti UTC+6
Þjóðarlén .lk
Landsnúmer 94

Fornminjar benda til þess að menn hafi sest að á Srí Lanka á fornsteinöld fyrir allt að 500.000 árum. Leifar af balangodamanninum (Homo sapiens balangodensis) eru frá miðsteinöld og eru taldar elstu leifar líffræðilegra nútímamanna í Suður-Asíu. Elsta vísunin til Srí Lanka í rituðum heimildum er í sagnakvæðinu Ramayana frá 5. eða 4. öld f.Kr. Hugsanlega voru elstu íbúar Srí Lanka forfeður veda sem nú eru lítill hópur frumbyggja á eyjunni. Á miðöldum varð Srí Lanka fyrir innrásun Chola-veldisins á Indlandi og síðan Kalinga Magha árið 1215 og eyjunni var skipt milli hinna ýmsu konungdæma. Portúgalir lögðu strandhéruð eyjarinnar undir sig á 17. öld en Hollendingar náðu þeim brátt af þeim. Í upphafi 19. aldar lögðu Bretar eyjuna undir sig. Srí Lanka lýsti yfir sjálfstæði frá Bretum árið 1948 en fljótlega settu átök milli sinhalamælandi meirihluta og tamílskumælandi minnihluta svip sinn á stjórnmál landsins þar til borgarastyrjöld braust loks út árið 1983 milli stjórnarinnar og Tamíltígra. Árið 2009, eftir mikið mannfall, tókst stjórnarhernum að sigra Tamíltígra.

Helstu undirstöður efnahags Srí Lanka eru ferðaþjónusta, fataframleiðsla og landbúnaður. Landið hefur lengi verið þekkt fyrir framleiðslu á kanil, hrágúmmíi og tei. Íbúar eru um 20 milljónir og þar af búa tæplega fimm milljónir í stærstu borginni, Colombo. Höfuðborgin, Sri Jayawardenepura Kotte, er úthverfi í Colombo. Um 75% íbúa tilheyra meirihluta Sinhala. Flestir Sinhalar eru búddistar en Tamílar eru flestir hindúatrúar. Srílankískir márar eru tamílskumælandi íbúar sem aðhyllast íslam. Fyrir borgarastyrjöldina voru Tamílar í meirihluta í norðurhéruðum eyjarinnar og meðfram austurströndinni. Höfuðstaður norðurhéraðsins, Jaffna, var auk þess önnur stærsta borg landsins.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.