Kanill
Kanill er krydd sem er fengið af innri berki trjáa af ættkvíslinni Cinnamomum.
Þær helstu eru:[1]
- Cinnamomum cassia (Kassía, algengust í alþjóðlegum viðskiftum)
- C. burmannii (Korintje, Padang cassia, eða Indónesískur kanill)
- C. loureiroi (Saigon kanill, Víetnömsk kassía, eða Víetnamskur kanill)
- C. verum (Sri Lanka kanill, Ceylon kanill eða Ekta kanill. Eldra fræðiheiti er Cinnamomum zeylanicum)
- C. citriodorum (Malabar kanill)
- C. tamala (Tejpat)
Kassía er oft með mikið koumarín sem getur valdið lifrarskemmdum.
Ræktun
breytaKanill er framleiddur með því að rækta plöntuna í tvö ár áður hún er höggvin niður. Á næsta ári myndast um tylft sprota.
Ytri börkur greinarinnar er skrapaður af og greinin síðan slegin með hamri til að losa um innri börkinn. Innri börkurinn er tekinn í löngum ræmum. Eingöngu þynnsti hluti hans er notaður og lagður í bleyti. Á meðan börkurinn er enn blautur er hann skorinn niður í 5-10 sentímetra langar ræmur og unninn.
Þegar búið er að vinna börkinn er hann látinn þorna í fjórar til sex klukkustundur í vel loftræstu og nokkuð heitu umhverfi.
Ceylon kanill kemur upprunalega frá Sri Lanka og Suður-Indlandi. Um 80-90% af heimsframleiðslu hans kemur frá Sri Lanka.[2] Tréð er einnig ræktað til markaðsölu í Indlandi, Bangladess, Jövu, Súmötru, Vestur Indíum, Brasilíu, Víetnam, Madagaskar, Sansibar og Egyptalandi.
Tengill
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Chen, P.; Sun, J.; Ford, P. (mars 2014). „Differentiation of the four major species of cinnamons (C. burmannii, C. verum, C. cassia, and C. loureiroi) using a flow injection mass spectrometric (FIMS) fingerprinting method“. Journal of Agricultural and Food Chemistry. 62 (12): 2516–2521. doi:10.1021/jf405580c. PMC 3983393. PMID 24628250.
- ↑ IV. Spices and condiments Food and Agriculture Organization of the United Nations