Ólympíuleikarnir
(Endurbeint frá Ólympíuleikar)
- Ólympíuleikarnir vísar hingað. Ólympíuleikarnir fornu fjalla um Ólympíuleikana í Grikklandi fornaldar og Ólympíuleikar Zappas fjalla um fyrstu endurreistu Ólympíuleikana á 19. öld.
Ólympíuleikarnir eða ólympsku leikarnir eru alþjóðlegt fjölíþróttamót sem haldið er á fjögurra ára fresti og skiptist í Sumarólympíuleikana og Vetrarólympíuleikana þar sem keppt er í vetraríþróttum. Ólympíuleikarnir eru byggðir á Ólympíuleikunum fornu sem haldnir voru í Grikklandi í fornöld og voru endurvaktir af Frakkanum Pierre de Coubertin seint á 19. öld.
Fyrstu Sumarólympíuleikarnir voru haldnir árið 1896 í Aþenu og fyrstu Vetrarólympíuleikarnir árið 1924 í Chamonix í Frakklandi. Upphaflega voru þessi tvö mót haldin á sama ári, en frá 1994 er tveggja ára bil á milli þeirra.