Singapúr

borgríki í Suðaustur-Asíu
(Endurbeint frá Singapor)

Singapúr (einfölduð kínverska: 新加坡共和国; pinyin: Xīnjiāpō Gònghéguó, malasíska: Republik Singapura; tamílska: சிங்கப்பூர் குடியரசு) er borgríki á eyju við suðurodda Malakkaskaga í Suðaustur-Asíu. Landið liggur sunnan við malasíska héraðið Johor og norðan við Riau-eyjar í Indónesíu. Nafnið er dregið af tveimur orðum úr sanskrít singa sem merkir „ljón“ og pura sem merkir „borg“. Singapúr gengur líka undir sínu gamla malasíska nafni Temasek. Landið er mjög þéttbýlt og borgin nær yfir svo til allt landsvæði þess. Land Singapúr hefur verið stækkað með landfyllingum í sjó.

Republic of Singapore
新加坡共和国
Republik Singapura
சிங்கப்பூர் குடியரசு
Fáni Singapúr Skjaldarmerki Singapúr
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Majulah Singapura (malasíska)
Áfram, Singapúr
Þjóðsöngur:
Majulah Singapura
Staðsetning Singapúr
Höfuðborg Singapúr
Opinbert tungumál enska, mandarín, malasíska, tamílska
Stjórnarfar lýðveldi

Forseti Tharman Shanmugaratnam
Forsætisráðherra Lawrence Wong
Sjálfstæði frá Malasíu
 • Aðskilnaður 9. ágúst 1965 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
176. sæti
728,6 km²
1,4
Mannfjöldi
 • Samtals (2021)
 • Þéttleiki byggðar
115. sæti
5.453.600
7.804/km²
VLF (KMJ) áætl. 2021
 • Samtals 600,063 millj. dala (38. sæti)
 • Á mann 102.742 dalir (2. sæti)
VÞL (2019) 0.938 (11. sæti)
Gjaldmiðill singapúrdalur (SGD)
Tímabelti UTC+8
Þjóðarlén .sg
Landsnúmer +65

Singapúr var ásamt suðurhluta Malakkaskaga hluti af Srivijaya á miðöldum og síðan Chola-veldinu. Árið 1587 brenndu Portúgalir byggðina til að slíta á tengsl Malakkaskaga við Soldánsdæmið Johor í suðri. Núverandi byggð í Singapúr var stofnuð af breska landstjóranum í Bengkulu-borg á Súmötru, Stamford Raffles. Breta vantaði höfn á sjóleiðinni til Kína. Eyjan heyrði þá aðeins að nafninu til undir soldáninn í Johor. Raffles stofnaði þarna fríhöfn og brátt tók íbúafjöldinn að vaxa mjög hratt. William Farquhar var gerður að landstjóra. Raffles sneri aftur árið 1822 en nýlendan var orðin illa þokkaður staður. Hann tók þá til hendinni, gerði nýtt skipulag (Jackson-skipulagið) og setti stjórnarskrá sem bannaði fjárhættuspil og þrælahald. Borgin óx enn á 19. öld og varð ein mikilvægasta hafnarborgin í heimshlutanum. Helstu viðskipti Singapúr fólust í umskipun. Japanir lögðu Singapúr undir sig eftir orrustuna um Singapúr 1942 og sýndu þar með fram á að Bretar gætu ekki alltaf varið lönd sín í Asíu. Eftir Síðari heimsstyrjöld fóru því íbúar Singapúr að krefjast sjálfstjórnar í auknum mæli. Fyrstu þingkosningar í Singapúr voru haldnar 1948 og landið fékk heimastjórn að hluta 1955. Margir töldu að Singapúr væri best borgið í sambandi við önnur ríki á Malakkaskaga og Singapúr tók því þátt í stofnun Malasíu 1963. Vaxandi þjóðernishyggja í Malasíu og ótti við að viðskiptaveldið Singapúr drægi mátt úr Kúala Lúmpúr varð til þess að forsætisráðherra Malasíu, Tunku Abdul Rahman, ákvað að reka Singapúr úr sambandsríkinu.

Singapúr er ein af mikilvægustu viðskiptaborgum heims, fjórða stærsta fjármálamiðstöð heims og fimmta mest notaða höfnin. Landið er eitt af Asíutígrunum fjórum ásamt Hong Kong, Suður-Kóreu og Tævan. Verg landsframleiðsla á mann með kaupmáttarjöfnuði er sú þriðja mesta í heimi, en landið er líka heimsmeistari í launaójöfnuði meðal þróaðra ríkja. Íbúar Singapúr eru um 5,5 milljónir, þar af 2 milljónir aðfluttra. 75% íbúa eru af kínverskum uppruna. Í landinu er þingræði að breskri fyrirmynd en frá 1959 hefur Aðgerðaflokkur alþýðunnar verið samfleytt við völd. Flokkurinn hefur dregið úr borgararéttindum og fjölmiðlafrelsi svo Singapúr er gjarnan talið vera flokksræði í reynd.

Íslenska heitið Singapúr er dregið af malasíska heitinu Singapura sem aftur kemur úr sanskrít (सिंहपुर siṃhapura) og merkir „ljónaborg“.[1] Í kínverskri heimild frá 3. öld er talað um staðinn Pú Luó Zhōng (蒲羅中) sem hljómar eins og malasíska yfir „eyjan við enda Malakkaskaga“.[2] Heitið Temasek kemur fram í sagnakvæðinu Nagarakretagama sem var ritað á javísku árið 1365 og í víetnamskri heimild frá sama tíma. Nafnið merkir hugsanlega „sjóbær“, úr malasíska orðinu tasek „sjór“ eða „vatn“.[3] Kínverski ferðalangurinn Wang Dayuan heimsótti staðinn Tan Ma Shi (淡馬錫) árið 1330 eða Tam ma siak. Hugsanlega er það umritun á Temasek. Það gæti líka verið samsetning á malasísku orðunum Tanah „land“ og kínverska orðinu Xi „tin“ sem vísar til verslunarvöru eyjarinnar.[4][3]

Nokkrar borgir á þessu svæði notuðust við ýmsar útgáfur heitisins Siṃhapura áður en konungsríkið Singapura var stofnað. Í menningu hindúa og búddista tengjast ljón völdum og vernd sem gæti útskýrt vinsældir nafnsins.[5][6] Nafnið Singapura hafði tekið við af Temasek einhvern tíma fyrir 15. öld, eftir að konungsríkið Singapura var stofnað á eyjunni af flóttaprinsi frá Srivijaya, en ástæður nafnskiptanna eru óþekktar. Malajaannálarnir segja að Sang Nila Utama frá Palembang hafi gefið Temasek nafnið Singapura þegar hann mætti undarlegu dýri sem hann taldi vera ljón. Portúgalskar heimildir segja að þessi saga byggist á sögulega konungnum Parameswara sem lýsti yfir sjálfstæði frá Majapahit og setti upp ljónahásæti sem tilkall til Srivijaya-veldisins. Hann var rekinn í útlegð frá Jövu og rændi þá völdum í Temasek.[7]

Þegar borgin var hernumin af Japönum í síðari heimsstyrjöld, nefndu þeir borgina Syonan (昭南) „ljós suðursins“.[8][9] Singapúr er oft kölluð „garðaborgin“ með vísun í almenningsgarða og trjágarða meðfram götum borgarinnar.[10] Annað gælunafn borgarinnar er „litli rauði punkturinn“ eftir grein sem birtist í The Wall Street Journal Asia árið 1998.[11][12][13][14]

Samkvæmt Malajaannálum var konungsríkið Singapura stofnað á eyjunni af Sang Nila Utama.[15] Þótt sanngildi frásagna Malajaannálanna sé umdeilt eru margar heimildir frá 14. öld sem greina frá verslunarhöfn á Temasek, undir áhrifum frá bæði Majapahit og Ayutthaya[16] sem var á áhrifasvæði Indlands.[17][18][19][20][21] Ríkin á Temasek einkenndust af seiglu og stöðugleika.[22] Sögulegar heimildir benda líka til þess að undir lok 14. aldar hafi konungur að nafni Parameswara orðið fyrir árás annað hvort frá Majapahit eða Ayutthaya, sem neyddi hann til að flýja til Malakka þar sem hann stofnaði soldánsdæmið Malakka.[23] Fornleifar benda til þess að aðalbyggðin á Fort Canning hafi verið yfirgefin á þessum tíma, en lítill verslunarstaður hafi lifað áfram í Singapúr einhvern tíma á eftir.[7] Árið 1613 brenndu portúgalskir ræningjar byggðina og eyjan hvarf úr heimildum næstu tvær aldirnar.[24] Þá var Singapúr orðið hluti af soldánsdæminu Johor að nafninu til.[25] Hafsvæðið í kring og verslunarleiðir voru undir yfirráðum Hollendinga eftir að þeir hernámu Malakka.[26]

Yfirráð Breta

breyta

Breski landstjórinn Stamford Raffles kom til Singapúr 28. janúar 1819 og áttaði sig fljótt á að eyjan var frá náttúrunnar hendi góður staður fyrir nýja höfn.[27] Eyjan var þá að nafninu til undir yfirráðum Tengku Abdul Rahman, soldánsins af Johor, sem aftur var undir stjórn Hollendinga og Bugisa.[28] Soldánsdæmið var veikt vegna innri átaka. Forsætisráðherra soldánsins og embættismenn hans voru trúir eldri bróður hans, Tengku Long sem var í útlegð á Riau-eyjum. Með aðstoð ráðherrans tókst Raffles að smygla Tengku Long inn í Singapúr. Raffles bauðst til að styðja Tengku Long til að ná soldánsdæminu, auk þess að greiða honum 5.000 dali árlega, og forsætisráðherranum 3.000. Í staðinn gæfi soldáninn Bretum leyfi til að reisa verslunarstað á Singapúr.[29] Formlegur samningur var gerður 6. febrúar 1819.[30][31]

 
Skipulagskort frá 1825. Fríhöfn Singapúr var við Singapúrfljót í 150 ár meðan Fort Canning (í miðju) var stjórnsýslumiðstöð.

Árið 1824 var gerður nýr samningur við soldáninn sem færði Bretum yfirráð yfir allri eyjunni.[32] Árið 1826 varð Singapúr hluti af Sundabyggðunum, sem þá voru undir stjórn Breska Indlands. Singapúr varð höfuðstaður landsvæðisins árið 1836.[33] Fyrir komu Raffles bjuggu aðeins um þúsund manns á eyjunni, mest innfæddir Malajar ásamt nokkrum aðfluttum Kínverjum.[34] Árið 1860 hafði mannfjöldinn vaxið í 80.000, þar sem yfir helmingur var kínverskir Singapúrbúar.[32] Margir af þessum fyrstu innflytjendum fluttu þangað til að starfa á pipar- og gambírjurtaplantekrum.[35] Árið 1867 voru Sundabyggðirnar skildar frá Breska Indlandi og sett undir beina breska stjórn.[36] Undir lok 19. aldar, þegar gúmmíiðnaðurinn óx í Singapúr og Malasíu,[37] varð eyjan alþjóðleg miðstöð fyrir flokkun og útflutning á gúmmíi.[32]

Fyrri heimsstyrjöld hafði ekki mikil áhrif á Singapúr þar sem átökin breiddust ekki út til Suðaustur-Asíu. Eina atvikið sem átti sér þar stað var þegar múslimskir sepojar frá Breska Indlandi sem mynduðu setulið þar gerðu uppreisn 1915.[38] Þegar þeir heyrðu orðróm um að það ætti að senda þá til að berjast gegn Tyrkjaveldi, gerðu hermennirnir uppreisn, myrtu foringja sína og nokkra breska borgara áður en uppreisnin var barin niður af herdeildum frá Johor og Búrma.[39]

Eftir styrjöldina reistu Bretar Singapúrflotastöðina sem hluta af vörnum borgarinnar.[40] Hafist var handa 1921 en bygging stöðvarinnar gekk hægt fram að innrás Japana í Mansjúríu árið 1931. Stöðin kostaði 60 milljón dali og var ekki fullbyggð árið 1938, en var samt orðin stærsta þurrkví í heimi, þriðja stærsta flotkví í heimi, og með nægilegt eldsneyti til að knýja allan breska flotann í sex mánuði.[40][41][42] Stórar fallbyssur í Fort Siloso, Fort Canning og Fort Labrador vörðu stöðina, auk flugvallar flughersins á Tengah-flugstöðinni. Winston Churchill kallaði hana „Gíbraltar austurlanda“ og í hernaðarmáli var flotastöðin einfaldlega kölluð „austan við Súes“. Breski heimaflotinn var samt staðsettur í Evrópu og Bretar gátu ekki komið sér upp öðrum flota í Indlandshafi. Hugmyndin var að heimaflotinn gæti siglt hratt til Singapúr ef neyðarástand skapaðist. Þegar síðari heimsstyrjöld braust út árið 1939 var flotinn upptekinn við varnir Bretlands og gat ekki varið Singapúr fyrir innrás Japana.[43][44]

Síðari heimsstyrjöld

breyta
 
Breskir stríðsfangar fluttir burt frá Kallangflugvelli eftir uppgjöf Japana 1945.

Í Kyrrahafsstríðinu lauk Malakkaherför Japana með orrustunni um Singapúr. Þegar breska herliðið, sem taldi 60.000 hermenn, gafst upp 15. febrúar 1942 kallaði Winston Churchill það „mesta áfall og uppgjöf í sögu Bretlands“.[45] Mannfall í liði Breta í bardögum um Singapúr var mikið og nær 85.000 voru tekin höndum.[46] Um 5.000 voru drepin eða særðust,[47] meirihlutinn Ástralar.[48][49][50] Mannfall Japana var 1.714 drepin og 3.378 særð.[46] Hernám Singapúr olli þáttaskilum í sögu margra landa, þar á meðal Japans, Bretlands og Singapúr. Dagblöð í Japan lýstu sigrinum sem vendipunkti í gangi stríðsins.[51][52] Milli 5.000 og 25.000 íbúar af kínverskum uppruna voru myrtir í Sook Ching-fjöldamorðunum sem fylgdu í kjölfarið.[53] Breski herinn ætlaði sér að frelsa Singapúr árið 1945, en stríðinu lauk áður en aðgerðin hófst.[54][55]

Eftirstríðsárin

breyta

Eftir uppgjöf Japana 15. ágúst 1945 tók við stutt skeið óeirða í Singapúr, með útbreiddum ránum og hefndarmorðum. Breskar, ástralskar og indverskar herdeildir undir stjórn Louis Mountbatten tóku formlega við uppgjöf japanskra hermanna á staðnum frá Siehiro Itagaki hershöfðingja, fyrir hönd Hisaichi Terauchi 12. september 1945.[54][55] Japanski herforinginn Tomoyuki Yamashita var kærður fyrir stríðsglæpi af bandarískri nefnd, en ekki fyrir glæpi sem herir hans frömdu í Malaja eða Singapúr. Hann var dæmdur og hengdur á Filippseyjum 23. febrúar 1946.[56][57]

Mikið af innviðum í Singapúr höfðu verið eyðilagðir í stríðinu, þar á meðal aðflutningsleiðir og birgðageymslur. Matarskortur leiddi til vannæringar, sjúkdóma og öldu glæpa og ofbeldis. Röð verkfalla árið 1947 varð til þess að opinber þjónusta stöðvaðist, þar á meðal almenningssamgöngur, en seinna sama ár tók efnahagurinn að braggast vegna vaxandi eftirspurnar eftir tini og gúmmíi.[58] Sú staðreynd að Bretum mistókst að verja nýlenduna gegn Japönum breytti ímynd þeirra í augum íbúa Singapúr. Bresk herstjórn í Malaja tók enda 1. apríl 1946 og Singapúr varð sérstök krúnunýlenda.[58] Í júlí 1947 var komið á fót framkvæmdanefnd og löggjafarnefnd og boðað til kosningar sex fulltrúa í löggjafarnefndina árið eftir.[59]

Á 6. áratugnum stóðu kínverskir kommúnistar, með náin tengsl við verkalýðsfélög og kínverska skóla, fyrir skæruhernaði gegn ríkisstjórninni sem leiddi til neyðarástands í Malaja. Uppþot eins og National Service-uppþotin, Hock Lee-strætisvagnauppþotin og Kínversku miðskólauppþotin í Singapúr tengdust þessum atburðum.[60] Singapúrski stjórnmálamaðurinn David Marshall, sem var leiðtogi Verkalýðsfylkingarinnar og hlynntur sjálfstæði, vann fyrstu almennu kosningarnar í Singapúr árið 1955.[61] Hann fór fyrir sendinefnd til London þar sem Bretar höfnuðu hugmyndum hans um fulla sjálfstjórn. Eftir að Bretar höfðu fallist á heimastjórn í öllum málum nema utanríkis- og varnarmálum, sagði hann af sér og Lim Yew Hock tók við.[62] Í kosningum 1959 vann Aðgerðaflokkur alþýðu yfirburðasigur.[63] Landstjóri Singapúr, William Allmond Codrington Goode, varð fyrsti þjóðhöfðingi landsins.[64]

Singapúr í Malasíu

breyta
 
Singapúr blómstraði sem umskipunarhöfn og vörugeymsla. Á 7. áratugnum voru uppskipunarbátar notaðir til að flytja farm og birgðir milli skipa á hafnarlegunni og Singapúrár.

Leiðtogar Aðgerðaflokksins trúðu því að framtíð Singpúr lægi innan Malajasambandsins, vegna sterkra tengsla þangað. Talið var að sameining myndi efla efnahagslífið með því að skapa sameiginlegan markað, draga úr atvinnuleysi sem hrjáði Singapúr. Nokkuð stór kommúnistaarmur flokksins var þó mótfallinn sameiningu og myndaði klofningsflokkinn Barisan Sosialis.[65][66] Sameinuð þjóðfylking Malaja var valdaflokkur Malaja og andsnúinn kommúnistum. Þjóðfylkingin var upphaflega efins um sameiningu vegna ótta við að kínverskir íbúar Singapúr myndu breyta samsetningu Malaja sem þeir byggðu fylgi sitt á, en studdu síðar sameininguna vegna ótta við yfirtöku kommúnista í Singapúr.[67]

Þann 27. maí 1961 lagði forsætisráðherra Malaja, Tunku Abdul Rahman, óvænt fram tillögu að nýju sambandsríki, Malasíu, sem myndi sameina allar núverandi og fyrrverandi nýlendur Breta í heimshlutanum: Sambandsríki Malaja, Singapúr, Norður-Borneó og Sarawak.[67] Flokkur hans taldi að Malajar frá Borneó myndu jafna út kínverska íbúa Singapúr.[62] Breska ríkisstjórnin taldi að sameining myndi koma í veg fyrir að Singapúr yrði griðland kommúnisma.[68] Aðgerðaflokkurinn hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega sameiningu árið 1962 þar sem kosið var milli ólíkra tillagna að sameiningu, en enginn þeirra fól í sér að hafna sameiningunni alveg. Þann 16. september 1963 sameinuðust Singapúr, Malaja, Norður-Borneó og Sarawak í sambandsríkinu Malasíu samkvæmt skilyrðum Malasíusáttmálans. Samkvæmt sáttmálanum naut Singapúr meira sjálfræðis en önnur fylki Malasíu.[69]

Indónesía var mótfallinn stofnun Malasíu vegna eigin tilkalls til héraða á Borneó og hóf óformleg vopnuð átök, Konfrontasi.[70] Þann 10. mars 1965 sprakk sprengja sem indónesískir hermdarverkamenn höfðu komið fyrir í MacDonald House með þeim afleiðingum að þrjú létust og 33 særðust. Þetta var sú banvænasta af röð sprengjuárása sem voru hluti af Konfrontasi.[71] Tveir hermenn úr sjóher Indónesíu, Osman bin Haji Mohamed Ali og Harun bin Said, voru dæmdir og teknir af lífi fyrir árásina.[72] Skemmdir á MacDonald House voru metnar á 250.000 dali.[73][74]

Eftir sameiningu kom oft upp ósætti milli Aðgerðaflokksins og ríkisstjórnar Malasíu um bæði þjóðfélagsmál og efnahagsmál. Þrátt fyrir samkomulag um sameiginlegan markað voru áfram hömlur á verslun Singapúr við aðra hluta Malasíu. Vegna þessa ákvað Singapúr að greiða ekki út að fullu lán til Sabah og Sarawak sem áttu að styðja efnahagsþróun þeirra. Brátt sigldu samningaviðræður í strand og ásakanir fóru vaxandi í ræðu og riti á báða bóga. Þetta leiddi til átaka innan Singapúr sem náðu hámarki með kynþáttaóeirðunum í Singapúr 1964.[75] Þann 7. ágúst 1965 ráðlagði forsætisráðherrann, Tunku Abdul Rahman, þingi Malasíu að reka Singapúr úr sambandsríkinu til að koma í veg fyrir frekara blóðbað.[76] Tveimur dögum síðar samþykkti þingið með 126 atkvæðum gegn engu að reka Singapúr úr Malasíu.[62][77][78][79]

Sjálfstæði

breyta
 
Lee Kuan Yew, fyrsti forsætisráðherra Singapúr.

Við aðskilnaðinn frá Malasíu varð Singapúr sjálfstætt ríki 9. ágúst 1965. Lee Kuan Yew varð fyrsti forsætisráðherra landsins og Yusof bin Ishak fyrsti forsetinn.[80][81] Árið 1967 tók landið þátt í stofnun Sambandi Suðaustur-Asíuríkja (ASEAN). Kynþáttaóeirðir brutust út að nýju árið 1969.[82] Lee Kuan Yew lagði áherslu á hraða efnahagsuppbyggingu og stuðning við fyrirtæki, samhliða takmörkunum á lýðræði, sem mótaði Singapúr næstu hálfa öldina.[83][84] Hagvöxtur var mikill og stöðugur og atvinnuleysi féll niður í 3%. Hagvöxtur hélst í kringum 8% fram til 1999. Á 9. áratugnum hóf Singapúr að skipta yfir í hátækniiðnað eins og kísilflöguiðnaðinn til að halda samkeppnisstöðu sinni gagnvart nágrannaríkjum. Changi-flugvöllur var opnaður 1981 og flugfélagið Singapore Airlines hóf flug þaðan.[85] Singapúrhöfn varð ein af stærstu flutningahöfnum heims og þjónustuiðnaður og ferðaþjónusta uxu líka hratt á þessum tíma.[86][87]

Aðgerðaflokkurinn hefur verið við völd samfleytt frá sjálfstæði. Margir líta svo á að stjórnarhættir hans séu gerræðislegir vegna strangra reglna um stjórnmálastarfsemi og fjölmiðlun.[88] Til að bregðast við þessu hafa verið gerðar breytingar á stjórnkerfinu, eins og með inngöngu kjördæmalausra þingmanna 1984 til að hleypa allt að þremur þingmönnum frá stjórnarandstöðuflokkum sem höfðu tapað kosningu inn á þing. Árið 1988 voru stofnuð listakjördæmi til að skapa kjördæmi með þingmenn úr fleirum en einum flokki og tryggja aðgang minnihlutaflokka að þinginu. Árið 1990 var ákveðið að tilnefna nokkra þingmenn til að hleypa að fulltrúum utan flokka.[89] Stjórnarskrá Singapúr var breytt árið 1991 til að gera ráð fyrir kjöri forseta Singapúr sem hefur neitunarvald hvað varðar hagnýtingu þjóðarauðlinda og skipanir í opinber embætti.[90]

Árið 1990 tók Goh Chok Tong við af Lee sem annar forsætisráðherra Singapúr.[91] Á embættistíma hans gekk landið gegnum fjármálakreppuna í Asíu 1997 og HABL-faraldurinn 2003.[92][93] Árið 2004 varð elsti sonur Lee Kuan Yew, Lee Hsien Loong, þriðji forsætisráðherra landsins.[93] Á embættistíð hans hafa meðal annars átt sér stað alþjóðlega fjármálakreppan 2008, lausn deilna við Malasíu um eignarhald á landi við Tanjong Pagar-járnbrautarstöðina og bygging tveggja stórra hótelmiðstöðva, Marina Bay Sands og Resorts World Sentosa.[94] Aðgerðaflokkurinn hlaut sína verstu kosningu í þingkosningum árið 2011 með rétt um 60% atkvæða, vegna deilna um aðflutt vinnuafl og hækkandi framfærslukostnað.[95] Þann 23. mars 2015 dó Lee Kuan Yew og við tók einnar viku opinbert sorgartímabil.[84] Aðgerðaflokkurinn náði aftur að tryggja sér yfirburði í kosningum sama ár með 69,9% atkvæða.[96] Í kosningum 2020 féll fylgi Aðgerðaflokksins aftur niður í 61% meðan stjórnarandstöðuflokkurinn Verkamannaflokkur Singapúr náði 10 af 93 þingsætum sem var met.[97]

Landfræði

breyta
 
Kort.

Singapúr nær yfir 63 eyjar en stærsta eyjan er Pulau Ujong. Þaðan eru tvær vegtengingar við Malasíu; Johor–Singapúr-brautin í norðri og Malasíu-Singapúr-brautin í suðri. Stærstar af minni eyjunum eru Jurong-eyja, Pulau Tekong, Pulau Ubin og Sentosa. Hæsti punktur Singapúr er Bukit Timah-hæð sem nær 163,63 metra hæð. Þegar Singapúr var undir breskri stjórn heyrðu Jólaeyja og Kókoseyjar undir landstjórnina en árið 1957 var stjórn þeirra flutt til Ástralíu. Singapúr deildi við Malasíu um yfirráð yfir smáeyjunni Pedra Branca langt austan við megineyjuna en Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði Singapúr í hag árið 2008.

Singapúr hefur stækkað mikið vegna landfyllinga. Landsvæðið hefur stækkað úr 581,5 km² á 7. áratug 20. aldar í 721,5 km² árið 2018, sem er stækkun upp á 23%. Áætlað er að land Singapúr verði 766 km² fyrir 2030. Í sumum tilvikum voru búnar til tengingar milli minni eyja til að búa til stærri einingar, eins og í tilviki Jurong-eyju. Singapúr flytur inn sand til uppfyllingar og eftirspurnin er slík að Indónesía, Malasía og Víetnam hafa öll takmarkað eða bannað útflutning sands til Singapúr. Í kjölfarið fór Singapúr að nota sælönd, aðferð frá Hollandi sem felst í að afmarka hafsvæði með landfyllingum og dæla svo sjónum upp úr gerðinu sem myndast.

Náttúra

breyta

Vegna þéttbýlisvæðingar hefur Singapúr misst 95% af náttúrulegum skógi. Yfir helmingur af upprunalegum gróðri og dýralífi er nú að finna á náttúruverndarsvæðum eins og Bukit Timah-þjóðgarðinum og Sungei Buloh-votlendinu. Árið 1967 brást stjórnin við hnignun náttúrunnar með því að kynna hugmyndina um „garðaborgina“ til að bæta borgarlífið. Síðan þá hefur 10% af landi Singapúr verið tekið frá fyrir þjóðgarða og verndarsvæði. Stjórnin hefur lagt fram áætlanir til að vernda það villta dýralíf sem eftir er.

Meðal þekktra garða í Singapúr eru Grasagarður Singapúr, sem er á Heimsminjaskrá UNESCO, og Flóagarðarnir sem eru vinsæll ferðamannastaður.

Veðurfar

breyta

Í Singapúr ríkir hitabeltisregnskógaloftslag án árstíða, með litlar breytingar á hitastigi og loftþrýstingi, mikinn raka og næga úrkomu. Þar sem kyrrabeltið hefur þar meiri áhrif en staðvindar og fellibylir sjaldgæfir, er þetta miðbaugsloftslag. Hiti sveiflast venjulega milli 25 og 35°C. Þótt hitinn breytist lítið er monsúntími með aukinni úrkomu frá nóvember til janúar.

Milli júlí og október er oft móða í Singapúr vegna kjarrelda í nágrannalandinu Indónesíu, aðallega Súmötru. Singapúr notar ekki sumartíma en er klukkustund á undan dæmigerðu tímabelti á þeirri lengdargráðu sem veldur því að sólin sest seint á kvöldin í janúar og febrúar, eða um 19:25.

Singapúr áætlar að landið þurfi að eyða 100 milljörðum dala yfir hundrað ára tímabil til að verja strönd sína fyrir áhrifum loftslagsbreytinga.[98][99]

Íbúar

breyta

Trúarbrögð

breyta

Algengustu trúarbrögðin í Singapúr eru búddatrú. 31% íbúa lýstu sig búddista í nýjasta manntalinu. Önnur útbreiddustu trúarbrögðin eru kristni. Þar á eftir koma íslam, daóismi og hindúatrú. 20% íbúa sögðust ekki aðhyllast nein trúarbrögð. Hlutfall kristinna, daóista og fólks utan trúfélaga fjölgaði um um það bil 3% hvert milli 2000 og 2010, sem hlutfall íbúa.[100]

Allar þrjár helstu greinar búddatrúar eiga sín klaustur og dharma-miðstöðvar í Singapúr: theravada, mahayana og vajrayana. Flestir búddistar í Singapúr eru af kínverskum uppruna og tilheyra mayahana-hefðinni þar sem trúboðar frá Kína hafa boðað hana öldum saman.[101] Vinsældir theravada-búddisma hafa þó farið vaxandi síðasta áratuginn. Margir íbúa Singapúr eru í japanskættaða búddasamfélaginu Soka Gakkai International. Tíbetskur búddismi hefur líka farið hægt vaxandi undanfarin ár.[102]

Menntun

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Singapore“. bartleby.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. apríl 2001. Sótt 13. maí 2020.
  2. „Singapore: History, Singapore 1994“. Asian Studies @ University of Texas at Austin. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. mars 2007. Sótt 13. maí 2020.
  3. 3,0 3,1 Victor R Savage, Brenda Yeoh (15. júní 2013). Singapore Street Names: A Study of Toponymics. Marshall Cavendish. bls. 381. ISBN 9789814484749.
  4. John N. Miksic (15. nóvember 2013). Singapore and the Silk Road of the Sea, 1300–1800. NUS Press. bls. 171–182. ISBN 978-9971695743.
  5. Miksic 2013, bls. 151–152.
  6. Joshua Lee (6. desember 2016). „5 other places in Asia which are also called Singapura“. Mothership. Sótt 13. maí 2020.
  7. 7,0 7,1 Turnbull, C.M. (2009). A History of Modern Singapore, 1819–2005. NUS Press. bls. 21–22. ISBN 978-9971-69-430-2.
  8. Abshire, Jean (2011). The History of Singapore. ABC-CLIO. bls. 104. ISBN 978-0-313-37743-3.
  9. Blackburn, Kevin; Hack, Karl (2004). Did Singapore Have to Fall?: Churchill and the Impregnable Fortress. Routledge. bls. 132. ISBN 978-0-203-40440-9.
  10. inc, Encyclopaedia Britannica (1991). The New Encyclopædia Britannica (15th. útgáfa). Chicago: Encyclopædia Britannica. bls. 832. Bibcode:1991neb..book.....G. ISBN 978-0-85229-529-8. „"Singapore, known variously as the 'Lion City,' or 'Garden City,' the latter for its many parks and tree-lined streets“
  11. Glennie, Charlotte; Ang, Mavis; Rhys, Gillian; Aul, Vidhu; Walton, Nicholas (6. ágúst 2015). „50 reasons Singapore is the best city in the world“. CNN. Sótt 13. maí 2020. „The Lion City. The Garden City. The Asian Tiger. The 'Fine' City. All venerable nicknames, and the longtime favourite is the 'Little Red Dot'
  12. „A little red dot in a sea of green“. The Economist. London. 16. júlí 2015. „..with a characteristic mixture of pride and paranoia, Singapore adopted 'little red dot' as a motto“
  13. „Editorial: The mighty red dot“. The Jakarta Post. 8. september 2017. Sótt 13. maí 2020.
  14. „Habibie truly admired the 'Little Red Dot'“, Today (Singapore newspaper), 20. september 2006.
  15. Malay Annals. Þýðing eftir Leyden, John. 1821. bls. 43.
  16. Miksic 2013, bls. 183–185.
  17. Dixon, Robert M.W.; Alexandra, Y. (2004). Adjective Classes: A Cross-linguistic Typology. Oxford University Press. bls. 74. ISBN 0-19-920346-6.
  18. Matisoff, James (1990), „On Megalocomparison“, Language, 66 (1): 106–120, doi:10.2307/415281, JSTOR 415281
  19. Enfield, N.J. (2005), „Areal Linguistics and Mainland Southeast Asia“ (PDF), Annual Review of Anthropology, 34: 181–206, doi:10.1146/annurev.anthro.34.081804.120406, hdl:11858/00-001M-0000-0013-167B-C
  20. Lavy, Paul A. „As in Heaven, So on Earth: The Politics of Visnu Siva and Harihara Images in Preangkorian Khmer Civilisation“. Journal of Southeast Asian Studies. academia edu. 34 (1): 21–39. doi:10.1017/S002246340300002X. S2CID 154819912. Sótt 23. desember 2015.
  21. „Results of the 1995–1996 Archaeological Field Investigations at Angkor Borei, Cambodia“ (PDF). University of Hawai'i-Manoa. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 23. september 2015. Sótt 5. júlí 2015.
  22. Pierre-Yves Manguin, "From Funan to Sriwijaya: Cultural continuities and discontinuities in the Early Historical maritime states of Southeast Asia", in 25 tahun kerjasama Pusat Penelitian Arkeologi dan Ecole française d'Extrême-Orient, Jakarta, Pusat Penelitian Arkeologi / EFEO, 2002, p. 59-82.
  23. Miksic, John N. (2013). Singapore & the Silk Road of the sea, 1300-1800. Singapore. bls. 155–163. ISBN 978-9971-69-700-6. OCLC 867742213.
  24. Borschberg, P. (2010). The Singapore and Melaka Straits. Violence, Security and Diplomacy in the 17th century. Singapore: NUS Press. bls. 157–158. ISBN 978-9971-69-464-7.
  25. „Country Studies: Singapore: History“. U.S. Library of Congress. Sótt 1. maí 2007.
  26. Leitch Lepoer, Barbara, ritstjóri (1989). Singapore: A Country Study. Country Studies. GPO for tus/singapore/4.htm. Sótt 18. febrúar 2010.
  27. Mun Cheong Yong; V. V. Bhanoji Rao (1995). Singapore-India Relations: A Primer. NUS Press. bls. 3. ISBN 978-9971-69-195-0.
  28. Trocki, Carl A. (2009). Singapore: Wealth, Power and the Culture of Control. Routledge. bls. 73. ISBN 978-1-134-50243-1.
  29. „Singapore – Founding and Early Years“. U.S. Library of Congress. Sótt 18. júlí 2006.
  30. Ng, Jenny (7. febrúar 1997). „1819 – The February Documents“. Ministry of Defence. Afrit af upprunalegu geymt þann 17 júlí 2017. Sótt 18. júlí 2006.
  31. „Milestones in Singapore's Legal History“. Supreme Court, Singapore. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2007. Sótt 18. júlí 2006.
  32. 32,0 32,1 32,2 „Founding of Modern Singapore“. Ministry of Information, Communications and the Arts. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. maí 2009. Sótt 13. apríl 2011.
  33. „East & South-East Asia Titles: Straits Settlements Annual Reports (Singapore, Penang, Malacca, Labuan) 1855–1941“. Cambridge University Press. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júní 2012. Sótt 31. júlí 2012.
  34. „The Malays“. National Heritage Board 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. febrúar 2011. Sótt 28. júlí 2011.
  35. Sanderson, Reginald (1907). Wright, Arnold; Cartwright, H.A. (ritstjórar). Twentieth century impressions of British Malaya: its history, people, commerce, industries, and resources. bls. 220–221.
  36. „Singapore attains crown colony status - Singapore History“. eresources.nlb.gov.sg.
  37. „First Rubber Trees are Planted in Singapore – 1877“. History SG. National Library Board Singapore.
  38. The Indian Army in the Two World Wars. Brill Publishers. 14. október 2011. bls. 17–18. ISBN 978-90-04-21145-2.
  39. „1915 Singapore Mutiny“. National Library Board. National Library Board Singapore.
  40. 40,0 40,1 Stille, Mark (2016). Malaya and Singapore 1941–42: The fall of Britain's empire in the East. Bloomsbury Publishing. bls. 5–6. ISBN 978-1-4728-1124-0.
  41. Tan, Kevin (2008). Marshall of Singapore: A Biography. Institute of Southeast Asian Studies. bls. 90–. ISBN 978-981-230-878-8.
  42. Hobbs, David (2017). The British Pacific Fleet: The Royal Navy's Most Powerful Strike Force. Naval Institute Press. bls. 5. ISBN 978-1-61251-917-3.
  43. Lamb, Margaret; Tarling, Nicholas (2001). From Versailles to Pearl Harbor: The Origins of the Second World War in Europe and Asia. Macmillan International Higher Education. bls. 39. ISBN 978-1-4039-3772-8.[óvirkur tengill]
  44. Tan, Kevin (2008). Marshall of Singapore: A Biography. ISBN 978-981-230-878-8.
  45. „On This Day – 15 February 1942: Singapore forced to surrender“. BBC News. 15. febrúar 1942. Sótt 1. maí 2007.
  46. 46,0 46,1 Wigmore, Lionel (1957). The Japanese Thrust (enska). Australian War Memorial. bls. 382.
  47. „Battle of Singapore“. World History Group. Sótt 8. maí 2015.
  48. Legg, Frank (1965). The Gordon Bennett Story: From Gallipoli to Singapore. Sydney, New South Wales: Angus & Robertson. bls. 248. OCLC 3193299.
  49. Ooi, Teresa (17. janúar 1995). „1,000 Aussie victims of WWII join suit against Japan“. The Straits Times. Singapore.
  50. „South West Pacific War: Australia's Fine Record“. The Straits Times. Singapore. 12. september 1946.
  51. Toland, John (1970). The Rising Sun, The Decline and Fall of the Japanese Empire: 1936–1945. New York, NY: Random House. bls. 277. ISBN 978-0-394-44311-9. LCCN 77-117669.
  52. Zaccheus, Melody (21. janúar 2017). „Japanese Occupation newspaper in library portal“. The Straits Times. Singapore.
  53. Leitch Lepoer, Barbara (1989). „Singapore, Shonan: Light of the South“. Library of Congress Country Studies. Washington, DC: Government Printing Office. Sótt 29. janúar 2011.
  54. 54,0 54,1 Bose, Romen (2010). The End of the War : Singapore's Liberation and the Aftermath of the Second World War. Singapore: Marshall Cavendish. bls. 18–22. ISBN 978-981-4435-47-5. OCLC 830169524.
  55. 55,0 55,1 „The real Japanese surrender“ (PDF). The Sunday Times. Singapore. 4. september 2005. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 19. janúar 2008. Sótt 22. október 2019.
  56. Smith, Colin (2006). Singapore Burning. London: Penguin. bls. 556-557. ISBN 978-0-14-101036-6.
  57. „Yamashita Hanged“. Malaya Tribune. 23. febrúar 1946.
  58. 58,0 58,1 „Singapore – Aftermath of War“. U.S. Library of Congress. Sótt 16. maí 2020.
  59. „Towards Self-government“. Ministry of Information, Communications and the Arts, Singapore. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. júlí 2006. Sótt 18. júní 2006.
  60. „Communism“. Thinkquest. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. apríl 2000. Sótt 29. janúar 2012.
  61. Low, James (2004). „Kept in Position: The Labour Front-Alliance Government of Chief Minister David Marshall in Singapore, April 1955-June 1956“. Journal of Southeast Asian Studies. 35 (1): 41–64. doi:10.1017/S0022463404000037. ISSN 0022-4634. JSTOR 20072556. S2CID 154326049.
  62. 62,0 62,1 62,2 „Country studies: Singapore: Road to Independence“. U.S. Library of Congress. Sótt 16. maí 2020.
  63. „Headliners; Retiring, Semi“. The New York Times. 2. desember 1990. Sótt 27. desember 2008.
  64. „The Singapore Legal System“. Singapore Academy of Law. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. júní 2011. Sótt 26. júní 2011.
  65. Lee, T. H (1996). The Open United Front: The Communist Struggle in Singapore, 1954–1966. Singapore: South Seas Society.
  66. Bloodworth, D (1986). The Tiger and the Trojan Horse. Singapore: Times Books International.
  67. 67,0 67,1 „MCA: Wipe out extremists“. Singapore Standard. 18. febrúar 1959.
  68. „Appeal To Singapore“. The Straits Times. Singapore. 28. mars 1962. bls. 10.
  69. „Singapore becomes part of Malaysia“. HistorySG. Sótt 6. febrúar 2017.
  70. James, Harold; Sheil-Small, Denis (1971). The Undeclared War: The Story of the Indonesian Confrontation 1962–1966. Totowa: Rowman and Littlefield. ISBN 978-0-87471-074-8.Mackie, J.A.C. (1974). Konfrontasi: The Indonesia-Malaysia Dispute 1963–1966. Kuala Lumpur: Oxford University Press. ISBN 978-0-19-638247-0.
  71. „Record of the Wreckers“. The Straits Times. Singapore. 16. maí 1965.
  72. „Mac Donald House blast: Two for trial“. The Straits Times. Singapore. 6. apríl 1965.
  73. Tan Lay Yuan. „MacDonald House bomb explosion“. Singapore Infopedia. National Library Board. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. desember 2011.
  74. „Mac Donald House suffered $250,000 bomb damage“. The Straits Times. Singapore. 9. október 1965.
  75. Lau, A (2000). A moment of anguish: Singapore in Malaysia and the politics of disengagement. Singapore: Times Academic Press.
  76. „Road to Independence“. AsiaOne. 1998. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. október 2013.
  77. Leitch Lepoer, Barbara (1989). „Singapore as Part of Malaysia“. Library of Congress Country Studies. Washington, DC: Government Printing Office. Sótt 29. janúar 2011.
  78. „A Summary of Malaysia-Singapore History“. europe-solidaire. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. maí 2012. Sótt 29. janúar 2012.
  79. „Singapore separates from Malaysia and becomes independent – Singapore History“. National Library Board. Sótt 12. maí 2017. „Negotiations were, however, done in complete secrecy... (Tunku moved) a bill to amend the constitution that would provide for Singapore's departure from the Federation. Razak was also waiting for the fully signed separation agreement from Singapore to allay possible suggestions that Singapore was expelled from Malaysia.“
  80. „Past and present leaders of Singapore | Infopedia“. eresources.nlb.gov.sg. Sótt 28. maí 2020.
  81. „Yusof to be the first President“. eresources.nlb.gov.sg. Sótt 28. maí 2020.
  82. Sandhu, Kernial Singh; Wheatley, Paul (1989). Management of Success: The Moulding of Modern Singapore. Institute of Southeast Asian Studies. bls. 107. ISBN 978-981-3035-42-3.
  83. Terry McCarthy, "Lee Kuan Yew." Time 154: 7–8 (1999). online
  84. 84,0 84,1 „Lee Kuan Yew: Our chief diplomat to the world“. The Straits Times. Singapore. 25. mars 2015.
  85. „History of Changi Airport“. Civil Aviation Authority of Singapore. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júní 2006.
  86. „LUNCH DIALOGUE ON 'SINGAPORE AS A TRANSPORT HUB'. Lee Kuan Yew School of Public Policy. Lee Kuan Yew School of Public Policy. Sótt 17. nóvember 2018.
  87. Lam, Yin Yin. „Three factors that have made Singapore a global logistics hub“. The World Bank Blogs. The World Bank. Sótt 17. nóvember 2018.
  88. „Singapore elections“. BBC. 5. maí 2006.
  89. Ho Khai Leong (2003). Shared Responsibilities, Unshared Power: The Politics of Policy-Making in Singapore. Eastern Univ Pr. ISBN 978-981-210-218-8
  90. „Presidential Elections“. Elections Department Singapore. 18. apríl 2006. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. ágúst 2008.
  91. Encyclopedia of Singapore. Singapore: Tailsman Publishing. 2006. bls. 82. ISBN 978-981-05-5667-9.
  92. Yeoh, En-Lai (9. apríl 2003). „Singapore Woman Linked to 100 SARS Cases“. Associated Press.
  93. 93,0 93,1 „Goh Chok Tong“. National Library Board. Sótt 6. febrúar 2017.
  94. „Country profile: Singapore“. BBC News. 15. júlí 2009. Sótt 22. apríl 2010.
  95. hermesauto (28. ágúst 2015). „GE2015: A look back at the last 5 general elections from 1991 to 2011“. The Straits Times. Sótt 7. október 2018.
  96. „History of general elections in Singapore“. National Library Board. Sótt 4. febrúar 2020.
  97. „Why so many Singaporeans voted for the opposition“. The Economist. 18. júlí 2020. Sótt 20. júlí 2020.
  98. „Singapore Budget 2020: New coastal and flood protection fund to protect“. Sótt 20. febrúar 2020.
  99. Overland, Indra et al. (2017) Impact of Climate Change on ASEAN International Affairs: Risk and Opportunity Multiplier, Norwegian Institute of International Affairs (NUPI) and Myanmar Institute of International and Strategic Studies (MISIS).
  100. „Census of population 2010: Statistical Release 1 on Demographic Characteristics, Education, Language and Religion“ (PDF). Singapore Department of Statistics. 12. janúar 2011. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 24. janúar 2011. Sótt 16. janúar 2011.
  101. Khun Eng Kuah (2009). State, society, and religious engineering: toward a reformist Buddhism in Singapore. Singapore: Institute of Southeast Asian Studies. ISBN 978-981-230-865-8. Sótt 1. nóvember 2010.
  102. „Modernity in south-east Asia“. Informaworld. 2. desember 1995.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.