Vajrayāna

(Endurbeint frá Vajrayana)

Vajrajana (einnig skrifað vajrayana, vajrayāna, einnig nefnt tantrískur búddismi, mantrayana, tantrayana, demantafarið og demantavegurinn) er grein innan búddismans sem notar sérstakar andlega aðferðir, (tantra), til að öðlast uppljómun á skömmum tíma. Vajrajana-áhangendur álíta sig byggja á heimspekilegum kenningum bæði frá theravada og mahajana og sé þriðja megingrein búddismans. Vajrajana er annars af flestum, bæði búddistum og öðrum fræðimönnum, talin hluti af mahajana-greininni.

Dhamma-hjólið, tákn búddismans

Innan vajrayana eru fleiri undirgreinar. Þekktasta greinin af vajrayana er sennilega tíbetski búddisminn sem hefur marga áhangendur í Tíbet, Bhutan, Mongólíu og Nepal; Búrjatíu, Kalmýkíu og Tuva í Rússland; og Sikkim á Indlandi. Í Japan er vajrayana þekkt undir nafninu Shingon.