Malakkaskagi
Malakkaskagi er langur skagi í Suðaustur-Asíu og syðsti punktur meginlands Asíu. Mjótt sund, Malakkasund, skilur suðurhluta skagans frá eyjunni Súmötru. Í austurátt, hinum megin við Suður-Kínahaf, er eyjan Borneó. Malakkaskagi er grennstur við Kraeiðið, þar sem einungis 44 km skilja Andamanhaf frá Taílandsflóa.
Skaginn skiptist milli eftirfarandi landa:
- Norðvesturhlutinn er syðsti hluti Mjanmar.
- Miðhlutinn er suðurhluti Taílands.
- Syðsti hluti skagans er hluti Malasíu og er kallaður Vestur-Malasía.
- Við suðurenda skagans er eyjan Singapúr.