Sankti Bartólómeusareyja

(Endurbeint frá Sankti Bartólómeusareyjar)

Sankti Bartólómeusareyja[2] er lítil eldfjallaeyja á Hléborðseyjum í nyrðri hluta Litlu-Antillaeyja í Karíbahafi sem sem telst til hinna sameiginlegu frönsku landsvæða. Þessi 25 ferkílómetra eyja er umkringd sand- og kóralrifjum. Íbúar hafa sitt eigið svæðisráð og framkvæmdastjórn. Eyjan telst ekki hluti af Evrópusambandinu en evra er engu að síður gjaldmiðill eyjunnar.

Collectivité de Saint-Barthélemy
Fáni Saint-Barthélemy Skjaldarmerki Saint-Barthélemy
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
'La Marseillaise'
Staðsetning Saint-Barthélemy
Höfuðborg Gustavia
Opinbert tungumál franska
Stjórnarfar Hjálenda

Forseti
Umsjónarmaður
Héraðsforseti
Emmanuel Macron
Philippe Chopin
Bruno Magras
Franskt handanhafssamfélag
 • Frönsk nýlenda 1648 
 • Skipti við Svíþjóð 1. júlí 1784 
 • Seld til Frakklands 16. mars 1878 
 • Handanhafssamfélag 22. febrúar 2007 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
*. sæti
25[1] km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2011)
 • Þéttleiki byggðar
*. sæti
9.035
361/km²
VLF (KMJ) áætl. n/a
 • Samtals n/a millj. dala (*. sæti)
 • Á mann n/a dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill evra (€)
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .bl
Landsnúmer ++590

Sankti Bartólómeusareyja er eldfjallaeyja umkringd sand- og kóralrifjum. Hún er 25 ferkílómetrar að stærð. Eyjan er um 35 km suðaustan við Saint Martin og norðan við eyjuna Sankti Kristófer. Púertó Ríkó er 240 km vestar.

Íbúar sem eru franskir ríkisborgarar eru tæplega tíu þúsund. Höfuðstaður eyjarinnar er Gustavia sem er jafnframt aðalhöfnin.

Frumbyggjar í Karíbahafi kenndri við Taíno ættflokkinn kölluðu eyjuna Ouanalao. Kristófer Kólumbus var fyrsti Evrópumaðurinn sem kom á eyjuna árið 1493. Hann nefndi eyjuna eftir bróðir sínum Bartolomeo. Eyjan varð nokkur hundruð árum síðar nýlenda frakka. Franska Vestur-Indíufélagið eignaðist eyjuna um tíma en árið 1674 varð hún formlegur hluti franska konungsríkisins.

Breska konungsríkið yfirtók eyjuna árið 1758 í nokkur ár. Louis XVI frakkakonungur gaf síðan eyjuna til Svíþjóðar árið 1784 í skiptum fyrir viðskiptiréttindi í Gautaborg.

Eyjan er sú eina í Karíbahafi sem lengi var sænsk nýlenda, en Gvadelúp var einnig um skamma hríð undir sænskri stjórn undir lok Napóleonsstyrjaldanna. Tákn úr skjaldarmerki Svíþjóðar eru enn í skjaldarmerki eyjarinnar. Tunga og menning íbúa er samt frönsk að uppruna.

Sankti Bartólómeusareyja var lengst af frönsk hjálenda undir sömu stjórn og Gvadelúpeyjar sem franskt handanhafshérað. Árið 2003 samþykktu íbúar aðskilnað frá Guadeloupe í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eyjan er ein af fjórum hjálendum í Litlu-Antillaeyjum sem mynda Frönsku Vestur-Indíur ásamt Saint-Martin, Gvadelúp og Martíník.

Íbúar óskuðu eftir að vera utan Evrópusambandsins og var það samþykkt formlega í ársbyrjun 2012. Gjaldmiðill eyjunnar er þó Evra Evrópusambandsins.

Lýðfræði

breyta

Á árinu 2014 bjuggu 9.171 íbúar á eyjunni. Ólíkt mörgum öðrum eyjum í Karíbahafi eru flestir íbúar eyjunnar hvítir.

Íbúaþróun
1766 1785 1812 1885 1961 1967 1974 1982 1990 1999 2007 2014
327 950 5 482 2 600 2 176 2 351 2 491 3 059 5 038 6 852 8 450 9 171
Opinberar tölur úr sænskum og frönskum manntölum.

Efnahagur

breyta
 
Gustavia, höfuðstaður Sankti Bartólómeusareyjar í Karíbahafi.
 
Loftmynd af Sankti Bartólómeusareyju í Karíbahafi.

Eyjaskeggjar hafa einkum þróað verslun og viðskipti í gegnum höfnina í höfuðstaðnum Gustavia. Þar er fríhöfn og ferðaþjónusta fyrir efnafólk einkum frá frá Norður-Ameríku með lúxus hótelum. Velmegun eyjarinnar af þessum viðskiptum endurspeglast í háum lífskjörum borgaranna. Matur er að mestu innfluttur frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Eyjan er vinsæll ferðamannastaður einkum á veturna. Ferðaþjónusta dregur að um 200.000 gesti á hverju ári.

Tilvísanir

breyta
  1. INSEE. „Actualités : 2008, An 1 de la collectivité de Saint-Barthélemy“ (franska). Sótt 2014.
  2. Einnig ritað Sankti Barthelemy sbr. https://www.statice.is/media/49319/landalisti_Hagstofa_Islands.pdf. Heitið Sankti Bartólómeusareyjar kemur oft fram í skýrslum EFTA, https://www.efta.int/sites/default/files/documents/legal-texts/eea/other-legal-documents/solr/translated-legal-acts/icelandic/i32021R2325.pdf Geymt 19 janúar 2024 í Wayback Machine

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.