Frönsk stjórnsýsla utan Evrópu

Stjórnsýslustig í Frakklandi eru mörg. Ríkið skiptist í 18 stjórnsýsluhéruð, 13 héruð í Evrópu og 5 utan álfunnar svonefnd „handanhafshéruð“. Stjórnsýsluhéruð Frakklands skiptast síðan í 101 sýslu. Þær skiptast síðan í 342 sýsluhverfi (franska: arrondissements). Þau hafa enga kjörna fulltrúa og þjóna eingöngu tæknilegu hlutverki í skipulagi ríkisstofnana. Sýsluhverfin skiptast síðan niður í 4.035 kantónur (franska: cantons) sem eru fyrst og fremst kosningakjördæmi. Sýsluhverfin skiptast einnig í 36.682 sveitarfélög (franska: communes) er hafa kjörinnar sveitastjórnir.

Kort af frönsku stjórnsýslusvæðunum handanhafs.  
Kort af frönsku stjórnsýslusvæðunum handanhafs.  Að auki hefur Frakkland haldið úti landakröfum á Suðurskautslandi.

Héruðin, sýslurnar og sveitarfélögin kallast „umdæmi“ (franska: collectivités territoriales), en það þýðir að þau hafa á að skipa bæði kjörnum fulltrúum og framkvæmdavaldi ólíkt því sem gildir um sýsluhverfin og kantónurnar.

Fimm af ofangreindum sýslum eru svonefndar „handanhafssýslur“ er falla saman við handanhafshéruðin fimm. Þau eru fullgildur hluti Frakklands (og þar með Evrópusambandsins) og hafa þannig að mestu sömu stöðu og sýslur á meginlandi Frakklands.

Lagaleg staða umdæmanna og íbúa þeirra

breyta

Þessi frönsku stjórnsýslusvæði utan meginlands Evrópu eru aðallega leifar frá franska nýlendutímanum. Þau hafa mismunandi lagalega stöðu og mismikið sjálfstæði en eiga öll fulltrúa á franska þjóðþinginu (utan þeirra svæða er ekki hafa fasta búsetu). Borgarar þessara svæða hafa franskan ríkisborgararétt, kjósa forseta Frakklands og geta kosið til Evrópuþingsins (franskir ríkisborgarar búsettir erlendis kjósa í sérstöku handanhafskjördæmi).

Handanhafshéruð Frakklands

breyta

Handahafshéruð Frakklands eru fimm (Franska: département d’outre-mer (DOM)):

Hin sameiginlegu frönsku landsvæði

breyta

Hin sameiginlegu frönsku handanhafssvæði (franska: collectivité d'outre-mer eða COM), teljast líkt og stjórnsýsluhéruðin, fyrsta stjórnsýslusvið Frakklands. Þau hafa engu að síður ákveðna stöðu innan stjórnsýslunnar. Til þessara svæða teljast nokkrar fyrrverandi nýlendur Frakka og nokkur önnur frönsk landssvæði

  • Franska Pólýnesía nýtur sérstöðu þar sem það telst ríki innan Franska lýðveldisins (franska: pays d'outre-mer au sein de la République eða POM). Franska Pólýnesía hefur mikið sjálfstæði, það er með eigin forseta og eigið löggjafarþing.


Handanhafssvæði Frakklands

breyta

Handanhafssvæði (franska: Territoire d'outre-mer eða TOM) er eitt stjórnsýslustiga Frakklands. Það nær yfir í Suður-Indlandshafi. Þetta er frábrugðið öðrum öðrum stjórnsýslustigum Frakka á erlendri grund (franska: Département d'outre-mer eða DOM), en vegna sameiginlegra einkenna er oft vísað til DOM, TOM og annarra erlendra franskra stjórnsýslueininga, sem DOM/TOM. Þessi landssvæðin teljast óaðskiljanlegur hluti franska lýðveldisins.

Á þessum frönskum yfirráðasvæðum í Kyrrahafi er þannig enn í gildi svonefndur Kyrrahafsfranki, en verðgildi hans er tengt gengi evru.

Heimildir

breyta