Paris Saint-Germain
Paris Saint-Germain Football Club, oftast nefnt Paris Saint-Germain eða PSG en einnig Parísarliðið á íslensku, er franskt knattspyrnifélag í frá París sem spilar í frönsku úrvalsdeildinni.
Paris Saint-Germain Football Club | |||
Fullt nafn | Paris Saint-Germain Football Club | ||
Gælunafn/nöfn | Les Parisiens (Parísarbúarnir) og Les Rouge et Bleu (Hinir rauðu og bláu) | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | PSG | ||
Stofnað | 1970 | ||
Leikvöllur | Parc des Princes | ||
Stærð | 47.929 | ||
Stjórnarformaður | Nasser Al-Khelaifi | ||
Knattspyrnustjóri | Luis Enrique | ||
Deild | Ligue 1 | ||
2023-2024 | 1. sæti | ||
|
Félagið var stofnað árið 1970, í kjölfar samruna Paris FC og Stade Saint-Germain.
Félagið hefur unnið alls 38 titla (2019) og er sigursælasta lið Frakklands. Liðið hefur unnið frönsku úrvalsdeildina síðan 2013.
Fyrsti stóri titill nýja félagsins kom árið 1982, þegar það vann frönsku bikarkeppnina. Það varð síðan frakklandsmeistari í fyrsta sinn 1986.
Qatar Sports Investments (QSI) hefur verið eigandi félagsins síðan 2011.
Þekktir leikmenn
breytaTitlar
breytaKeppni | Fjöldi titla | Ár |
---|---|---|
Franskir meistarar (Ligue 1) | 1986, 1994, 2013, 2014, 2015, 2016, 2018, 2019, 2020, 2022, 2023,
2024 | |
Franskir bikarmeistarar | 1982, 1983, 1993, 1995, 1998, 2004, 2006, 2010, 2015, 2016, 2017, 2018, 2020, 2021, 2024 | |
Ligacup | 1995, 1998, 2008, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018 og 2020 | |
Evrópukeppni bikarhafa | 1996 |
Rígar
breytaHeimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Helsti rígur sem Paris Saint-Germain á í er við Olympique de Marseille. Leikurinn á milli liðanna er kallaður Le classique (á íslensku „Hið klassíska“) og fer fram a.m.k. tvisvar á ári. Liðin mættust í fyrsta skipti þann 12. desember 1971 og sá leikur endaði með 4-2 sigri Marseille. Le classique er sennilega stærsti rígur í Frakklandi þar sem þetta eru tvö sigursælustu liðin þar í landi. Á 9. áratugnum var Marseille langbesta liðið í Frakklandi en það breyttist í upphafi 10. áratugar 20. aldar þegar eigendur sjónvarpsstöðvarinnar Canal+ keyptu hlut í PSG. Tilgangurinn með kaupunum var að styrkja PSG til þess að liðið gæti unnið Marseille og gert deildina meira spennandi. Þá myndi sjónvarpsstöðin selja fleiri áskriftir. PSG varð þá ríkasta liðið í Frakklandi á þessum tíma. Liðið keypti stórstjörnur eins og Valdo, David Ginola, George Weah, Raí og Youri Djorkaeff. Deildin varð meira spennandi fyrir áhorfendur því nú var komið til sögunnar lið sem gat sigrað Marseille. Þetta leiddi til þess að á árunum 1989-1998 unnu liðin sín á milli 5 deildartitla, 4 Coupe de France, 2 Coupe de la Ligue, 1 Meistaradeildartitil og Evrópukeppni bikarhafa einu sinni.
Rígurinn við Marseille á sér líka rætur í stjórnmálum Frakklands. Stuðningsmenn Marseillse líta á PSG sem táknmynd yfirgangs miðstjórnar Frakklands í París og telja stjórnvöld hampa liðinu. Sem dæmi nefna þeir að í valdatíð Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, sem er stuðningsmaður PSG, keypti Qatar Sports Investments liðið árið 2011. Studdi Sarkozy kaupin opinberlega. PSG stóð ekki sterkum fótum á þessum tíma en gat eftir kaupin fengið til sín dýra leikmenn. Síðan þá hefur PSG haft mikla yfirburði í frönsku deildinni.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Paris Saint-Germain F.C.“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. mars 2019.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Le Classique“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. nóvember 2023.