Menntaskólinn við Hamrahlíð

[1]

Menntaskólinn við Hamrahlíð
Einkunnarorð Lengi lifi góða kaffið
Stofnaður Árið 1966
Skólastjóri Steinn Jóhannsson
Nemendafélag NFMH
Staðsetning Hamrahlíð 10, 105 Reykjavík
Gælunöfn MH
Gælunöfn nemenda MH-ingar
Heimasíða www.mh.is

Menntaskólinn við Hamrahlíð (MH) er ríkisskóli sem starfar samkvæmt íslenskum framhaldsskólalögum. Hlutverk skólans er að mennta nemendur til stúdentsprófs með áherslu á undirbúning fyrir nám í háskólum. Skólinn var stofnaður árið 1966 og voru fyrstu stúdentar brautskráðir þaðan árið 1970. Fyrstu árin var bekkjarkerfi starfrækt í skólanum en árið 1972 skipti skólinn um stefnu og var fyrsti skólinn sem tók upp svokallað áfangakerfi. Í MH var boðið upp á kvöldkennslu, svokallaða öldungadeild, en skólinn var sá fyrsti á landinu sem bauð upp á slíkt. Fyrsti rektor skólans var Guðmundur Arnlaugsson.

Í dagskólanum er boðið upp á náttúrufræðibraut, félagsfræðibraut, málabraut, opna braut og listdansbraut auk sérnámsbrautar.

Almennar upplýsingar um MHBreyta

MH var lengi vel skilgreindur sem tilraunaskóli og fékk leyfi til að fara ótroðnar slóðir á ýmsum sviðum. Má þar nefna stofnun félagsfræðibrautar og síðar tónlistarbrautar til stúdentsprófs, mikla fjölbreytni valáfanga og kennslu ýmissa námsgreina sem ekki voru fyrir í námsskrá. Árið 1997 hóf skólinn undirbúning að kennslu til alþjóðlegs stúdentsprófs, International Baccalureate Diploma, IB, og voru hinir fyrstu úr því námi brautskráðir sumarið 2000. Skólinn hefur byggt upp ýmsa þjónustu við fatlaða nemendur og þróað námsefni og sérkennslu fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta nemendur sem stefna á stúdentspróf.

Húsakynni skólans eru við Hamrahlíð í Hlíðahverfinu í Reykjavík. Arkitekt byggingarinnar var Skarphéðinn Jóhannsson. Skólabyggingin er á tveimur hæðum og einkennist af stóru opnu rými á hvorri hæð. Rýmið á neðri hæðinni kallast Matgarður en á efri hæðinni er Miðgarður. Öðru megin Miðgarðs er salurinn, sem kallast Mikligarður, en hinu megin er svæði sem kallast Útgarður og er undir beru lofti. Í skeifu umhverfis Miklagarð, Miðgarð og Útgarð liggur gangur. Frá honum er gengið inn í flestar kennslustofur skólans og þær liggja ýmist að útveggjum eða að Útgarði. Við austurhlið skólabyggingarinnar var reist viðbót við skólann. Í nýbyggingunni eru kennslustofur, viðbót við bókasafn og íþróttahús. Hluti af neðri hæðinni er kallaður Norðurkjallari. Þar hefur Nemendafélag MH starfsaðstöðu. Þar eru haldnir fundir og samkomur, en einnig tónleikar, kvikmyndasýningar og aðrir viðburðir á vegum nemendafélagsins.

NámsbrautirBreyta

Náttúrufræðibraut

Náttúrufræðibraut býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla í raunvísindum (s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði), stærðfræði og verkfræði. Brautin veitir m.a. undirstöðuþekkingu í náttúruvísindum og er góður undirbúningur undir nám í heilbrigðisgreinum og landbúnaðarfræðum.


Félagsfræðibraut

Félagsfræðibraut býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla, einkum á sviði félagsvísinda. Brautin er heppilegur undirbúningur undir margs konar nám í háskóla að undanskildum raunvísindum og verkfræði.


Málabraut

Málabraut veitir m.a. staðgóða þekkingu á ensku og tveimur öðrum nútímamálum samkvæmt vali skólans og nemandans. Brautin er góður undirbúningur hvers konar málanáms á háskólastigi. Námið hentar sem undirbúningur háskólanáms þar sem reynir á kunnáttu í ensku eða öðrum nútímamálum, svo sem náms í ýmsum greinum félagsvísinda, heimspeki, bókmenntafræði og málfræði.


Listdansbraut

Nám á listdansbraut er góður grunnur að framhaldsnámi í listdansi. Einnig nýst námið sem undirbúningur fyrir fjölmargt annað nám á háskólastigi. Danshluti námsins fer fram utan við MH. Nemandi því bæði bóklegt og verklegt nám samtímis. Nemandi velur annaðhvort klassískan listdans eða nútímalistdans.


IB

International Baccalaureate braut er krefjandi bóklegt nám sem lýkur með samræmdu prófi. Námið veitir svipuð réttindi til framhaldsnáms og íslenskt stúdentspróf. Námið tekur tvö ár að loknu undirbúningsári í framhaldsskóla og kennt er á ensku.


Sérnámsbraut

Sérnámsbraut skólans er fyrir þá nemendur sem notið hafa sérkennslu í grunnskóla og þurfa einstaklingsmiðað nám. Nemendum er að miklu leyti kennt í sérdeild en mikið er lagt upp úr að brautin sé hluti af skólaheildinni. Kennslan er byggð á námsáætlun fyrir nemendahóp eða einstakling og er hún unnin út frá markmiðum aðalnámskrár framhaldsskóla, ásamt upplýsingum um þarfir nemenda og mati á stöðu þeirra í námi og þroska. Kenndar eru 20 klukkustundir á viku þ.e. 30 kennslustundir. Nemendum býðst að stunda nám í fjögur ár og útskrifast þau með lokaskírteini um námsferil sinn frá sérnámsbraut.

ÁfangakerfiBreyta

Áfangakerfi var tekið upp í MH árið 1972. Með áfangakerfi fær nemandi aukið frelsi, þar sem hann getur stjórnað sínu námi og námshraða nokkurnvegin sjálfur.

Áfangi kallast skilgreint námsefni í tiltekinni grein í eina önn. Við lok annar eru þreytt próf í námsefninu eða einkunn byggð á símati yfir önnina og hlýtur þá nemandi, sem staðist hefur áfangann með tilskildum árangri, ákveðinn einingafjölda fyrir (venjulega 3 einingar).

Til að öðlast stúdentspróf frá MH þarf nemandi að ljúka 140 námseiningum af einhverri bóknámsbrautanna. Námið á hverri braut skiptist í kjarna, kjörsvið og frjálst val. Námið í kjarna er að miklu leyti sameiginlegt fyrir allar brautirnar. Nám á kjörsviði nemur samtals 30 einingum og felur í sér sérhæfingu á viðkomandi námssviði í samræmi við lokamarkmið brautarinnar. Frjálsa valið er 12 einingar og gefur það nemanda möguleika á að kynna sér nýjar námsgreinar eða dýpka kjörsvið sitt.

KórinnBreyta

Við skólann er starfræktur skólakór sem telur hátt í 90 nemendur af öllum brautum. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, sem og kór fyrir eldri og útskrifaða nemendur skólans, Hamrahlíðarkórinn. Kórstjóri skólakórsins er Hreiðar Ingi Þorsteinsson en Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar Hamrahlíðarkórnum.

Nemendafélag Menntaskólans við HamrahlíðBreyta

NFMH stendur fyrir Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð og hefur félagið aðsetur í Norðurkjallara. Félagið hefur verið starfrækt allt frá stofnun skólans. Stjórn félagsins skipa tíu nemendur við skólann, sem kosnir eru til eins árs í senn. Í nemendafélaginu er fjöldinn allur af minni ráðum.

Skemmtiráð Skemmtiráð skipuleggur og sér um böll á vegum nemendafélagsins. Að venju eru haldin 6 böll á skólaári.

Lagningadagaráð Lagningardagaráð sér um og skipuleggur lagningardaga í árshátíðarviku MH á vorönn. Lagningardagar eru vinnudagar nemenda og kennara þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp. Þar er boðið upp á fjölda fyrirlestra, danskennslna, matreiðslunámskeiða og uppistanda svo fátt eitt sé nefnt.

Óðríkur Algaula Óðríkur Algaula er lagasmíðakeppni NFMH sem haldin er á haustönn. Ráðið sér einnig um að halda söngkeppni skólans á vorin.

Mímisbrunnur Mímisbrunnur er tengiliður nemendafélagsins við Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Mímisbrunnur stendur fyrir innanskólaspurningakeppni á vorönn.

Leikfimifélag Leikfimifélag heldur skipulagt fótboltamót á hverri haustönn. Ráðið sér einnig um MH-Kvennó daginn.

Leikfélag Leikfélagið stendur fyrir leiklistarnámskeiðum og ýmiskonar uppákomum. Leikfélagið setur upp leiksýningu ár hvert. Leikfélag MH hefur lengi verið þekkt fyrir gott og metnaðarfullt starf.

Listafélag Listafélagið stendur fyrir ýmiskonar viðburðum innan skólans, skipulagningu tónleika, myndlistarsýninga og kvikmyndasýninga.

Málfundafélag Málfundafélagið hefur yfirumsjón með skipulagningu málfunda á vegum NFMH. Það heldur ræðunámskeið á hverju skólaári. Málfundafélagið er tengiliður nemendafélagsins við Morfís. Einnig heldur félagið innanskólaræðukeppnina, M.O.R.T.A.R..

Skólablöð Beneventum er opinbera blað skólans og er gefið reglulega út eitt stórt Beneventum í lok hvers árs ásamt því að gefa einnig út Busabene, málgagn ætlað busum í þeim tilgangi að skemtma og fræða þá um MH. Fréttapési er ekki skólablað heldur "tímarit" sem er gefið út algjörlega óreglulega út þetta ræðst af meðlimum nefndarinnar. Það hefur verið þekkt fyrir grófa kímnigáfu sína og á sér ógeðfellda sögu, þar sem fyrri útgáfur Fréttapésa hafa einkennst að drusluskömmun, naugðunarmenningu. Þar hefur ritstjórn talað niður til nemenda skólans í nafni Fréttapésa. Meðlimir Fréttapésa eru oft kallaðir ''pissudúkkur.''


RektorBreyta

  • Guðmundur Arnlaugsson 1966-1980
  • Örnólfur Thorlacius 1980-1996
  • Sverrir Sigurjón Einarsson 1996-1998
  • Lárus Hagalín Bjarnason 1998-2007
  • Sigurborg Matthíasdóttir 2007-2008 (konrektor, sem tók við í námsleyfi Lárusar)
  • Lárus Hagalín Bjarnason 2008-2018
  • Steinn Jóhannsson 2018-

Þekktir MH-ingarBreyta


Margar hljómsveitir hafa tekið sín fyrstu skref í MH og má með dæmi nefna:

Hnit: 64°07′50″N 21°54′19″V / 64.13056°N 21.90528°A / 64.13056; 21.90528

  1. Hamrahlíð, Menntaskólinn við. „Menntaskólinn við Hamrahlíð“. Menntaskólinn við Hamrahlíð . Sótt 23. júní 2020.