Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð

Menntaskólinn við Hamrahlíð
(Endurbeint frá NFMH)

Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð (NFMH) hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 1966. Það hefur aðsetur í Norðurkjallara skólans sem stendur við Hamrahlíð 10, 105 Reykjavík. Stjórn félagsins skipa 11 nemendur við skólann, kosnir til eins árs í senn. Það eru forseti, varaforseti, gjaldkeri, markaðsstjóri, skólastjórnarfulltrúi og oddvitar Beneventum, Leikfélags, Listafélags, Málfundafélags, Myndbandabúa og Skemmtiráðs.

Merki nemendafélagsins er krepptur hnefi, sem er alhliða tákn samstöðu og stuðnings. Merkið er notað á fánum, peysum, bolum, taupokum og nælum á vegum Nemendafélagsins.
Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð
Stofnun1966
StaðsetningNorðurkjallari MH
ForsetiJórunn Elenóra Haraldsdóttir

Nefndir breyta

Beneventum breyta

Beneventum er skólablað skólans. Síðustu ár hefur Benevetnum gefið reglulega út eitt stórt Beneventum í lok hvers árs ásamt því að gefa einnig út Busabene, málgagn ætlað busum í þeim tilgangi að skemmta og fræða þá um MH. Þau sjá einnig um útgáfu á Hamraskáldum, ljóðabók MH-inga sem kemur út í ár í fjórða sinn.

Beneventum er latína og þýðir „góður vindur“. Þetta er latneskt nafn á borginni Benevento, sem er 60 km norður-austur af Napolí. Hér á Íslandi eru það klettarnir vestan í Öskjuhlíðinni, sem prýddir hafa verið þessu nafni. En í þessum klettum munu nemendur Latínuskólans gamla hafa komið saman þegar þeir þurftu að ræða stórmál sín á milli, sem kennarar máttu ekki heyra.[1] Þess má geta að orðið Beneventum er í tvítölu, í eintölu er það Beneventi

Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar hafa setið í ritnefnd Beneventum á borð við Unnstein Manúel tónlistarmanns og Ragnar Frey sem einnig þekktur sem læknirinn í eldhúsinu.

Oddiviti Beneventi situr í stjórn NFMH.

Búðarráð breyta

Búðarráð sér um að halda tískuviku í byrjun október ár hvert ásamt því að halda utan um skiptibókamarkað félagsmanna. Einnig sér ráðið um að setja upp basar nokkrum sinnum á ári þar sem nemendum gefst kostur á að selja og kaupa ýmissan varning. Það er búðarráð sem annast hönnun og sölu skólapeysa og hefur hönnunin yfirleitt verið eftir MH-ing.

Femínistafélagið Embla breyta

Embla eða Fembla eins og hún er stundum kölluð sér um að stuðla að jafnrétti milli nemenda skólans. Félagið fræðir fólk um mikilvægi femínismans og leggur sig fram í að búa til umhverfi þar sem öllum líður vel. Embla heldur uppi jafnréttisviku einu sinni á ári og fer yfir allt efni sem nefndir NFMH hyggjast gefa út. Félagið sér einnig um að ritskoða allt útgefið efni á vegum nemendafélagsins.

Fréttapési breyta

Pési, eins og blaðið er oftast kallað er slúðurblað NFMH. Það er gefið út óreglulega, nokkrum sinnum á önn og samanstendur oftast af nokkrum ljósritum í a4 stærð sem hangir saman á heftum og texti blaðsins ekki sýnilegur nema að hálfu vegna ritskoðunar nemendafélags og skóla. Fréttapési hefur í gegnum tíðina ekki falið stóru orðin í skrifum sínum og hefur skapast mikil umræða um efni blaðsins þó nokkrum sinnum í þjóðfélaginu. Blaðið er þekkt fyrir mjög grófan húmór í garð annara og eru meðlimir þess því oft kallaðir pissudúkkur.

Föruneytið breyta

Föruneytið er nördanefnd MH og eru það allir nemendur NFMH sem teljast meðlimir Föruneytisins. Í Föruneytinu eru fjórir nemendur sem sjá um að skipuleggja vikulega fundi út önnina og fleira skemmtilegt sem hægt væri að kalla nördalegt. Föruneytið er með virkari ráðum NFMH þar sem alltaf er eitthvað í gangi hjá þeim.

Góðgerðafélagið breyta

Góðgerðarráð heldur góðgerðarviku þar sem safnað er fyrir ákveðnum góðgerðarsamtökum. Þau eru ólík hverju sinni en hefð hefur verið fyrir því að styrkja erlent málefni fyrir áramót en íslenskt málefni eftir áramót. Í góðgerðarvikum er ávalt líf og fjör en þá gefst nemendum tækifæri til þess að heita á vini sína, snúa lukkuhjóli, fara á góðgerðarkvöld ásamt mörgu öðru. Þau gleyma ekki sínum minnsta bróður þótt höf og álfur skilji að.

IB-ráð breyta

Meðlimir IB-ráðs eru fulltrúar IB brautar í NFMH. Oddivit ráðsins situr í stjórn NFMH.

Lagningardagaráð breyta

Lagnó, eins og flestir kalla það sér um og skipuleggur lagningardaga. Lagningardagar eru vinnudagar nemenda og kennara þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp. Þar gefst nemendum kostur að sækja fyrirlestra, námskeið, tónleika og allt þar á milli frá öðrum nemendum MH sem og utanaðkomandi aðilum.



Forsetar frá upphafi[2] breyta

  • 1966-67 Sveinn Rafsson - listamaður
  • 1967-68 Stefán Unnsteinsson - Rithöfundur og athafnamaður
  • 1968-69 Ari Ólafsson - dósent í eðlisfræði H.Í.
  • 1969-70 Eiríkur Tómasson - Prófessor við H.Í.
  • 1970-71 Sigurður Ragnarsson - fræðimaður
  • 1971-72 Þorsteinn Magnússon - Stjórnmálafræðingur
  • 1972-73 Bergþóra Karen Ketilsdóttir - Forstöðumaður (Fyrsti kvenforsetinn)
  • 1973-74 Bolli Héðinsson - Hagfræðingur hjá B.Í.
  • 1974-75 Kristinn Friðfinnsson - sóknarprestur
  • 1975-76 Sigurður B. Jóhannsson - forstöðumaður
  • 1976-77 Hans Jakob S. Jónsson - Rithöfundur og leikhússfræðingur
  • 1977-78 Ólafur Ólafsson from. yfirskattnefndar
  • 1978-79 Gunnlaugur Snædal - Tæknistjóri Stöð 3
  • 1979-80 Helga Edwald - Læknir
  • 1980-81 Karl Axelsson - Héraðsdómalögmaður
  • 1981-82 Jóhann Þ. Jónssin - flugstjóri
  • 1982-83 Hrund Hafsteinsdóttir - Héraðsdómalögmaður
  • 1983-84 Benedikt Stefánsson - hagfræðingur
  • 1984-85 Svanbjörn Thoroddsen - Framkvæmdarstjóri
  • 1985-86 Þórunn Þórsdóttir - blaðamaður
  • 1986-87 Hrannar B. Arnarsson - framkvæmdarsjóri
  • 1987-88 Víður Pétursson - framleiðslustjóri
  • 1988-89 Pétur Henry Petersen - náttúrufræðingur
  • 1989-90 Halldóra Jónsdóttir - læknir
  • 1990-91 Tryggvi Helgasson - læknanemi
  • 1991-92 Benedikt Hjartarson - bókmenntafræðinemi
  • 1992-93 Halldór Eiríksson - myndlistarnemi
  • 1993-94 Haraldur Hallgrímsson - hagfræðinemi
  • 1994-95 Tjörvi Bjarnarson - búfræðinemi
  • 1995-96 Hulda Björg Herjólfsdóttir – stjórnmálafræðinemi
  • 1996-97 Orri Páll Jóhannsson
  • 1997-98 Hjálmar Blöndal
  • 1998-99 Ketill Gunnarsson
  • 1999-00 Bergur Ebbi Benediktsson - Rithöfundur
  • 2000-01 Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • 2001-02 Grétar Gunnarson
  • 2002-03 Kári Hólmar Ragnarsson
  • 2003-04 Alma Joensen
  • 2004-05 Jakob Bullerjan
  • 2005-06 Fanney Sigrid Ingólfsdóttir
  • 2006-07 Jónas Margeir Ingólfsson
  • 2007-08 Berglind Sunna Stefánsdóttir
  • 2008-09 Kristinn Árni Lár Hróbjartsson
  • 2009-10 Lárus Jón Björnsson
  • 2010-11 Halla Sif Svansdóttir
  • 2011-12 Karen María Magnúsdóttir
  • 2012-13 Hjalti Vigfússon
  • 2013-14 Karen Björk Eyþórsdóttir
  • 2014-15 Vigdís Hafliðadóttir
  • 2015-16 Tumi (Gonzo) Björnsson
  • 2016-17 Lárus Jakobsson
  • 2017-18 Enar Kornelius Leferink
  • 2018-19 Hrafnhildur Anna Hannesdóttir - Athafnakona
  • 2019-20 Sunna Tryggvadóttir
  • 2020-21 Ari Hallgrímsson - Skolphreinsimaður
  • 2021-22 Elva María Birgisdóttir - Plötusnúðir
  • 2022-23 Hrefna Tryggvadóttir
  • 2023-24 Jórunn Elenóra Haraldsdóttir - Knapi

Tilvísanir breyta

  1. Beneventum 1. tbl. 2. árg. 1967
  2. „NFMH - Nemendafélag MH“. www.nfmh.is. Afritað af uppruna á 18. janúar 2019. Sótt 23. september 2020.