FM Belfast

íslensk hljómsveit

FM Belfast er íslensk hljómsveit, stofnuð árið 2005 í Reykjavík. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Árni Rúnar Hlöðversson, Örvar Þóreyjarson Smárason, Egill Eyjólfsson og Ívar Pétur Kjartansson.

FM Belfast
FM Belfast
FM Belfast
Upplýsingar
FæðingFM Belfast
UppruniReykjavík, Íslandi
Ár2005 - núna
Stefnurraftónlist, dansónlist, popp
ÚtgefandiWorld Champion Records, Thugfucker Recordings, Morr Music
SamvinnaRetro Stefson
Múm
Kasper Bjørke
Borko
MeðlimirLóa Hlín Hjálmtýsdóttir

Árni Rúnar Hlöðversson
Árni Vilhjálmsson

Örvar Þóreyjarson Smárason

Þegar hljómsveitin kemur fram fylgja sveitinni oftar en ekki ásláttahljóðfæraleikarar. Þar á meðal má nefna Unnstein Manuel Stefánsson úr Retro Stefson, Egil Eyjólfsson, Björn Kristjánsson úr Borko, Maríu Hjálmtýsdóttur, Þórð Jörundsson úr Retro Stefson, Svanhvíti Tryggvadóttur, Hall Civelek og Sveinbjörn Pálsson.

FM Belfast hefur gefið út tvær breiðskífur, How to make friends sem kom út haustið 2008 og Don't want to sleep í júní 2011. How to make friends kom út í Evrópu vorið 2010 á vegum þýsku plötuútgáfunnar Morr Music.

Árið 2010 lék hljómsveitin á G! Festival í Færeyjum og árið 2010 á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku.

Breiðskífur

breyta

How to make friends (2008)
Don't want to sleep (2011)
Brighter days (2014)
Island Broadcast (2017)

Tenglar

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.