Kór Menntaskólans við Hamrahlíð

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð er kór starfræktur af nemendum Menntaskólans við Hamrahlíð. Kórstjóri er Hreiðar Ingi Þorsteinsson.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð var stofnaður 1967 af Þorgerði Ingólfsdóttur sem stjórnaði kórnum í hálfa öld. Kórinn hefur frá stofnun frumflutt fjölmörg kórverk og er enn í dag meðal leiðandi kóra í frumflutningi á íslenskum kórverkum. Meðlimir kórsins eru nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð á aldrinum 16 - 19 ára. Kórinn hefur margoft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, nú síðast í desember 2018 á hátíðartónleikum í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands. Á hverri vorönn ferðast kórinn um landið og kynnir þar innlend sem erlend kórverk.

Hamrahlíðarkórinn

breyta

Árið 1981 bættist nýr kór við tónlistarsögu menntaskólans, skipaður brautskráðum nemendum úr skólanum. Sá kór er kallaður Hamrahlíðarkórinn á meðan skólakórinn er kallaður Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Kórstjóri Hamrahlíðarkórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir.