Hreiðar Ingi Þorsteinsson
Hreiðar Ingi Þorsteinsson er tónskáld og kórstjóri, stjórnandi Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð og Kammerkórsins Huldar.
Hreiðar Ingi Þorsteinsson | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Hreiðar Ingi Þorsteinsson 31. mars 1978 |
Uppruni | Stykkishólmur |
Vefsíða | thorsteinssonpublishing.com |
Menntun
breytaHreiðar Ingi Þorsteinsson lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2001 og bakkalárnámi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Ári síðar lauk hann burtfararprófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík. Erlendis stundaði hann framhaldsnám í tónsmíðum og kórstjórn, fyrst við háskólann í Jyväskylä, Finnlandi og síðan í Eistlandi, þar sem hann lauk meistaranámi í tónsmíðum frá Eistnesku tónlistarakademíunni í Tallinn, útskrifaðist þaðan með láði árið 2011.
Ferill
breytaHreiðar Ingi hefur að loknu námi fengist við tónsmíðar og kórstjórn. Hann er stofnandi kóranna Ægisifjar og Kammerkórsins Huldar og hefur stjórnað Kór Menntaskólans við Hamrahlíð frá árinu 2017.
Tónverk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson
breytaKirkjuleg kórverk
breyta- A solis ortus cardine / Svo vítt um heim sem sólin fer - fyrir blandaðar, efri eða neðri raddir, með eða án orgelmeðleiks. Texti: Antiphonale Monastricum / úr Hólabók (1589).
- Ave maris stella / Heill þér, hafsins stjarna - fyrir tvo blandaða kóra og píanó. Texti: úr Liber usualis / þýð. Matthías Jochumsson (1835-1920).
- Á jólum - fyrir blandaðar raddir eða einsöngvara og orgel. Texti: Matthías Jochumsson (1835-1920).
- Cantico - fyrir einsöng, neðri eða blandaðar raddir, blásarasveit, pákur og píanó. Texti: Frans frá Assisí (1182-1226).
- Der HERR ist mein Hirte / Drottinn er minn hirðir - fyrir einsöngvara, blandaðar raddir og orgel. Texti: Davíðssálmur í þýðingu Lúthers / úr Guðbrandsbiblíu.
- Ég höfði lýt á jólanótt - fyrir blandaðar eða efri raddir og hörpu. Texti: Anna Kristine Magnúsdóttir (1953-2022).
- Ég veit minn ljúfur lifir - fyrir blandaðar raddir. Texti: Hallgrímur Pétursson (1614-1674).
- Gleðjum þjóð, Guðs menn - fyrir blandaðar raddir og orgelforspil. Texti: Stefán Ólafsson í Vallanesi (1619-1688).
- In paradisum - fyrir blandaðar eða efri raddir. Texti: úr Liber usualis.
- Jólakvöld - fyrir einsöng, blandaðar eða efri raddir og píanó; fyrir einsöng og píanó. Texti: Davíð Stefánsson (1895-1964).
- Jómfrú Maríu dans - fyrir einsöngvara, blandaðar raddir, strengjakvintett, harmonium og hörpu. Texti: Daði Halldórsson (1638-1721).
- Ljós og skuggar - fyrir blandaðar raddir. Texti: Iðunn Steinsdóttir (f.1940).
- Lux aeterna - fyrir blandaðar raddir. Texti: úr Liber usualis.
- Magnificat / Lofsöngur Maríu - fyrir einsöng, blandaðar eða neðri raddir og orgel. Texti: úr Lúkasarguðspjalli.
- María meyjan skæra - fyrir tvo blandaða kóra. Texti: Jón Pálsson Maríuskáld (um 1390-1471) og úr Liber usualis.
- María mærin blíð - fyrir blandaðar raddir. Texti: Birgir Ásgeirsson (f.1945).
- Messa á móðurmáli - fyrir einsöngvara og blandaðar raddir. Texti: úr Hómilíubók.
- Missa beati archangeli - fyrir efri raddir og orgel. Texti: Fastir messuliðir.
- Nunc dimittis - fyrir blandaðar raddir. Texti: úr Lúkasarguðpjalli.
- Nú legg ég augun aftur - fyrir blandaðar raddir og orgel. Texti: Sveinbjörn Egilsson (1791-1852).
- O, heilger Geist, kehr bei uns ein - Hvítasunnusálmur fyrir blandaðar eða efri raddir. Texti: Michael Schirmer (1606-1673).
- Ó, lífsins faðir, láni krýn - Brúðkaupssálmur fyrir blandaðar eða efri raddir. Texti: Matthías Jochumsson (1835-1920).
- Pater noster - fyrir tvo blandaða kóra og orgel. Texti: Faðir vor úr Mattheusarguðspjalli.
- Salve Regina - fyrir blandaðar raddir og orgel. Texti: úr Liber usualis.
- Sjá, morgunstjarnan blikar blíð - Jólasálmur fyrir blandaðar eða efri raddir. Texti: Helgi Hálfdanarson (1826-1894).
- Stabat Mater - fyrir einsöng, blandaðar raddir, strengjatríó og kantele. Texti: Jacopone da Todi, miðaldatextar frá Englandi og erindi úr Kanteletar.
- The Heavens declare the Glory of God / Himnarnir segja frá Guðs dýrð - fyrir einsöngvara, blandaðar raddir og píanó. Texti: úr Davíðssálmum.
- Ubi caritas - fyrir blandaðar eða efri raddir. Texti: úr Liber usualis.
- Unto God my exceeding Joy / Til Guðs minnar fagnandi gleði - fyrir blandaðar raddir og orgel. Texti: úr Davíðssálmum.
- Verndi þig englar - íslenskt þjóðlag, útsett fyrir blandaðar raddir og orgelforspil. Texti: Ókunnur erlendur höfundur, Steingrímur Thorsteinsson (1831-1913) íslenskaði.
- Þú heyrir - fyrir blandaðar raddir eða einsöngvara og orgel. Texti: Davíð Stefánsson (1895-1964).
Veraldleg kórverk
breyta- Álfadans - fyrir blandaðar eða neðri raddir og píanó. Texti: Grímur Thomsen (1820-1896).
- Díli - fyrir blandaðar raddir og píanó. Texti: Stefán Ólafsson í Vallanesi (1619-1688).
- Gimbill - fyrir blandaðar raddir. Texti: Íslensk dýraþula.
- Hrafnamál - fyrir blandaðar raddir. Texti: Íslensk dýraþula.
- Hvarf - fyrir blandaðar raddir. Texti: Einar Benediktsson (1864-1940).
- Leiðarlok - fyrir blandaðar raddir og orgel. Texti: höfundur ókunnur.
- Lindin - fyrir blandaðar raddir. Texti: Sjöfn Þór (f.1976).
- Mánaskin - fyrir blandaðar eða efri raddir; fyrir einsöng og píanó. Texti: Friðrik Hansen (1891-1952).
- Mikið rær sú mey frábær - íslenskt þjóðlag, útsett fyrir blandaðar raddir. Texti: úr þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar.
- Rauði riddarinn - fyrir blandaðar, efri eða neðri raddir. Texti: Davíð Stefánsson (1895-1964).
- Schlafen / Sofðu ljúfa - fyrir blandaðar raddir. Texti: Friedrich Hebbel (1813-1863) / þýð. Friðrik Hansen (1891-1952).
- Skeljar - fyrir einsöng, neðri eða blandaðar raddir og píanó. Texti: Hannes Pétursson (f.1931).
- So sweet a kiss / Ei sætri kossum - fyrir blandaðar raddir. Texti: William Shakespeare (1564-1616), þýð. Steingrímur Thorsteinsson (1831-1913).
- The twa Corbies / Hrafnar - fyrir blandaðar raddir. Texti: Skosk ballaða / þýð. Örn Arnarson (1884-1942).
- Til fundar við skýlausan trúnað - fyrir blandaðar raddir og píanó. Texti: Þorsteinn frá Hamri (1938-2018).
- Upphaf - fyrir blandaðar raddir. Texti: Ingibjörg Haraldsdóttir (1942-2016).
- Veistu ef þú vin átt - fyrir blandaðar raddir. Texti: úr Hávamálum.
- Við sitjum tvö - fyrir blandaðar raddir. Texti: Friðrik Hansen (1891-1952).
- What Lips my Lips have kissed - fyrir blandaðar eða efri raddir; fyrir einsöng og píanó. Texti: Edna St. Vincent Millay (1892-1950).
Sönglög
breyta- Einsemdarævintýrahöll - fyrir einsöng og píanó. Texti: Nína Björk Árnadóttir (1941-2000).
- Harpa mín hefur enga hljóma - fyrir einsöng og píanó. Texti: Jónas Guðlaugsson (1887-1916).
- Harpan - fyrir einsöng og píanó. Texti: Davíð Stefánsson (1895-1964).
- Morgunn - fyrir einsöng og píanó. Texti: Nína Björk Árnadóttir (1941-2000).
- Óskalandið - fyrir einsöng og píanó. Texti: Edgar Allan Poe (1809-1849), þýð. Örn Arnarson (1884-1942).
- Strax eða aldrei - fyrir einsöng og píanó. Texti: Jóhann Sigurjónsson (1880-1919).
- Svanur - fyrir einsöng og píanó. Texti: Nína Björk Árnadóttir (1941-2000).
- Söknuður - fyrir einsöng og píanó. Texti: Nína Björk Árnadóttir (1941-2000).
- Tveir fuglar - fyrir einsöng og píanó. Texti: Halldór Laxness (1902-1998).
- Vindurinn hvíslar - fyrir einsöng og píanó. Texti: Nína Björk Árnadóttir (1941-2000).