Vera (tímarit)
VERA var tímarit um konur og kvenfrelsi sem kom út á árunum 1982-2005.
Tímaritið var fyrst gefið út af Kvennaframboðinu í Reykjavík og síðan Kvennalistanum. Þann 24. september 2000 stofnuðu 63 einstaklingar útgáfufélag, Verurnar ehf., sem gaf tímaritið út síðustu árin.
Ritstjóri Veru á árunum 1988-90 var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Síðasti ritstjóri var Elísabet Þorgeirsdóttir.